Konan, sem fréttastofa Breska ríkisútvarpsins segir vera fyrirsætu að nafni „Khulood,“ deildi myndbandinu sjálf. Hún sést ganga um sögufrægt virki í bænum Ushayqir í Sádi Arabíu, töluvert fáklæddari en tíðkast þar í landi.
Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum en einhverjir kölluðu eftir því að konan yrði handtekin fyrir að brjóta íhaldssamar reglur landsins um klæðnað kvenna. Aðrir komu þó konunni til varnar og lofuðu „hugrekki“ hennar.
Konum í Sádi Arabíu er skylt að klæðast víðum, skósíðum klæðnaði, svokölluðum „abaya,“ er þær fara út á meðal fólks. Þá verða þær einnig að hylja hár sitt auk þess sem þeim er óheimilt að aka bíl.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem Khulood deildi fyrst á Snapchat-reikningi sínum nú um helgina.
لو كانت اجنبية كان تغزلوا بجمال خصرها وفتنتة عيناها .. بس لانها سعودية يطلبوا محاكمتها ! #مطلوب_محاكمة_مودل_خلود
— فاطمة العيسى (@50BM_) July 16, 2017
pic.twitter.com/ttYqynySN2