Enski boltinn

Hörður Björgvin og félagar með sigur á Cardiff

Dagur Lárusson skrifar
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn.
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn. Vísir/getty
Bristol City og Cardiff City mættust í sannkölluðum toppslag núna í morgun en búist var við því að Íslendingarnir Hörður Björgvin og Aron Einar myndu báðir byrja inná hjá sínum liðum.

Hörður Björgvin var í byrjunarliði Bristol City en Aron Einar var hinsvegar ekki í leikmannahópi Cardiff City.

Það voru heimamenn í Bristol sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og þar var að verki Callum O'Dowda. Allt stefndi í að Bristol færu með forystuna í leikhlé en allt kom fyrir ekki því Omar Bogle skoraði á 41. mínútu og jafnaði metin fyrir Cardiff.

Omar Bogle byrjaði seinni háfleikinn þó ekki alveg jafn vel og hann endaði þann fyrri þar sem hann fékk að líta beint rautt spjald á 55. mínútu.

Eftir það tóku heimamenn við sér og náðu forystunni á ný á 66. mínútu með marki frá Aden Flint.

Þetta reyndust lokatölur leiksins og því fengu Bristol stigin þrjú. Eftir leikinn er Bristol í 3.sæti með 30 stig á meðan Cardiff er einu sæti ofar með 31 stig.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×