Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 17:00 Mikil sprunga hefur myndast í Larsen C-íshelluna á Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton. Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton.
Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30