Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 17:00 Mikil sprunga hefur myndast í Larsen C-íshelluna á Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton. Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton.
Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30