Meistarabyrjun manna Mourinhos í Manchester Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Eric Bailly fagnar fyrsta markinu á móti Swansea ásamt þeim Paul Pogba og Romelu Lukaku . Vísir/Getty Manchester United hefur byrjað leiktíðina á Englandi frábærlega og unnið tvo 4-0 sigra í fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar. Jose Mourinho, þjálfari United, sagði gleði hafa einkennt leik liðsins gegn Swansea á laugardaginn þar sem Paul Pogba blómstraði og Romelu Lukaku skoraði í öðrum leiknum í röð. Jose Mourinho er á sínu öðru ári sem þjálfari Manchester United. Á köflum leit út fyrir að tímabilið í fyrra yrði vonbrigði en sigur í Deildabikarnum og Evrópudeildinni tryggðu að svo yrði ekki þrátt fyrir að liðið hafi aðeins endað í 6. sæti úrvalsdeildarinnar. Sérstaklega var sigurinn í Evrópudeildinni mikilvægur því hann tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mourinho hafði styrkt liðið duglega fyrir síðustu leiktíð en þó var eitthvað sem virtist vanta og þá sérstaklega sóknarlega því liðið skoraði umtalsvert færri mörk en keppinautar þess í efri hluta deildarinnar. Zlatan Ibrahimovic stimplaði sig þó rækilega inn en eftir að hann meiddist illa undir lok síðustu leiktíðar fóru menn strax að velta fyrir sér hvaða stjörnuframherja Mourinho myndi fá til liðsins. Úr varð að Romelu Lukaku var keyptur frá Everton fyrir metupphæð. Belginn ungi hefur byrjað vel en það voru önnur kaup sem vöktu jafnvel enn meiri athygli.Nemanja Matic.Vísir/GettyMikilvægasta púslið Einverjum finnst það hljóma undarlega að varnarsinnaður miðjumaður geri gæfumuninn í sóknarleik knattspyrnuliðs. En miðað við fyrstu tvo leiki Manchester United á þessu tímabili virðist það þó vera raunin. Sá sem um ræðir heitir Nemanja Matic og var lykilmaður í meistaraliði Antonio Conte hjá Chelsea á síðustu leiktíð. Serbinn hefur spilað óaðfinnanlega í upphafi tímabils og gefið leikmönnum eins og Paul Pogba og Henrikh Mkhitarian aukið frelsi og meiri tíma á boltann í sóknarleiknum. Armeninn Mkhitarian hefur lagt upp fjögur af átta mörkum United til þessa og Pogba hefur leikið afar vel við hlið Matic á miðri miðjunni. Þetta er í annað skipti sem Jose Mourinho kaupir Matic því það var einmitt hann sem fékk Serbann til liðs við Chelsea í janúar árið 2014. Tímabilið 2014-15 varð Matic enskur meistari með Chelsea undir stjórn Mourinho og kom við sögu í 36 af 38 leikjum liðsins. Hann var með öðrum orðum lykilmaður í meistaraliði Portúgalans.Leikgleði og drápseðli Í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar gegn West Ham og á laugardag gegn Swansea skoraði Manchester United mörk á lokamínútum leikjanna. Í bæði skiptin hafði liðið forystu en kláraði leikinn endanlega með mörkum undir lokin. Gegn Swansea skoraði United þrjú mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir og er það eitthvað sem Mourinho var sérstaklega ánægður með. „Leikmennirnir sýndu gæði, stöðugleika og yfirvegun á meðan þeir biðu eftir að geta drepið leikinn. Leikur okkar einkenndist af gleði og þið sáuð á líkamstjáningu minni að mér fannst við vera við stjórnvölinn í leiknum,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leikinn á laugardag. Umrædd mörk undir lok leikjanna bera merki um drápseðli sem Mourinho hefur náð fram í leikmannahópi United og jafnvægið í leik liðsins virðist vera meira en á síðasta tímabili.Paul Pogba.Vísir/GettyEr breiddin næg? Það er ekkert leyndarmál að Mourinho hefur haft augastað á nokkrum leikmönnum til að auka breiddina í sókn United-liðsins. Lengi vel var Króatinn Ivan Perisic hjá Inter orðaður við liðið og síðustu daga hafa leikmenn á borð við Julian Draxler hjá PSG og Gareth Bale hjá Real Madrid verið nefndir til sögunnar. Anthony Martial hefur komið inn af bekknum í deildarleikjunum til þessa og skorað í bæði skiptin og þá á liðið einnig Jesse Lingard og Ashley Young inni. Að öðru leyti eru ekki margir leikmenn sem geta leyst af þá Mkhitarian, Lukaku, Juan Mata og Marcus Rashford þegar leikjaálagið í öllum keppnum fer að segja til sín. Nái Mourinho hins vegar að bæta öflugum sóknarmanni við hópinn hjá United er full ástæða til að gera ráð fyrir liðinu í baráttu á öllum vígstöðvum í vetur.Marcos Alonso skoraði tvö fyrir Chelsea.Vísir/GettyStóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Chelsea vann frábæran útisigur á Tottenham eftir magalendinguna gegn Burnley í fyrstu umferðinni. Sigurinn er kærkominn fyrir Antonio Conte þjálfara sem hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna frétta af rifrildi við Diego Costa. Sigurinn veitir Conte smá andrými.Hvað kom á óvart? Burnley vann frábæran útisigur á meisturum Chelsea í fyrstu umferðinni og leikmenn því fullir sjálfstrausts þegar þeir tóku á móti lærisveinum Tony Pulis á heimavelli. WBA vann hins vegar sinn annan 1-0 sigur á leiktíðinni og er með fullt hús stiga.Mestu vonbrigðin Tap Arsenal fyrir Stoke olli miklum vonbrigðum eftir frábæra endurkomu í fyrstu umferðinni gegn Leicester. Stoke hefur verið martraðarmótherji Arsenal síðustu ár og þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í leiknum á laugardag urðu þeir að lúta í gras. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Manchester United hefur byrjað leiktíðina á Englandi frábærlega og unnið tvo 4-0 sigra í fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar. Jose Mourinho, þjálfari United, sagði gleði hafa einkennt leik liðsins gegn Swansea á laugardaginn þar sem Paul Pogba blómstraði og Romelu Lukaku skoraði í öðrum leiknum í röð. Jose Mourinho er á sínu öðru ári sem þjálfari Manchester United. Á köflum leit út fyrir að tímabilið í fyrra yrði vonbrigði en sigur í Deildabikarnum og Evrópudeildinni tryggðu að svo yrði ekki þrátt fyrir að liðið hafi aðeins endað í 6. sæti úrvalsdeildarinnar. Sérstaklega var sigurinn í Evrópudeildinni mikilvægur því hann tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mourinho hafði styrkt liðið duglega fyrir síðustu leiktíð en þó var eitthvað sem virtist vanta og þá sérstaklega sóknarlega því liðið skoraði umtalsvert færri mörk en keppinautar þess í efri hluta deildarinnar. Zlatan Ibrahimovic stimplaði sig þó rækilega inn en eftir að hann meiddist illa undir lok síðustu leiktíðar fóru menn strax að velta fyrir sér hvaða stjörnuframherja Mourinho myndi fá til liðsins. Úr varð að Romelu Lukaku var keyptur frá Everton fyrir metupphæð. Belginn ungi hefur byrjað vel en það voru önnur kaup sem vöktu jafnvel enn meiri athygli.Nemanja Matic.Vísir/GettyMikilvægasta púslið Einverjum finnst það hljóma undarlega að varnarsinnaður miðjumaður geri gæfumuninn í sóknarleik knattspyrnuliðs. En miðað við fyrstu tvo leiki Manchester United á þessu tímabili virðist það þó vera raunin. Sá sem um ræðir heitir Nemanja Matic og var lykilmaður í meistaraliði Antonio Conte hjá Chelsea á síðustu leiktíð. Serbinn hefur spilað óaðfinnanlega í upphafi tímabils og gefið leikmönnum eins og Paul Pogba og Henrikh Mkhitarian aukið frelsi og meiri tíma á boltann í sóknarleiknum. Armeninn Mkhitarian hefur lagt upp fjögur af átta mörkum United til þessa og Pogba hefur leikið afar vel við hlið Matic á miðri miðjunni. Þetta er í annað skipti sem Jose Mourinho kaupir Matic því það var einmitt hann sem fékk Serbann til liðs við Chelsea í janúar árið 2014. Tímabilið 2014-15 varð Matic enskur meistari með Chelsea undir stjórn Mourinho og kom við sögu í 36 af 38 leikjum liðsins. Hann var með öðrum orðum lykilmaður í meistaraliði Portúgalans.Leikgleði og drápseðli Í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar gegn West Ham og á laugardag gegn Swansea skoraði Manchester United mörk á lokamínútum leikjanna. Í bæði skiptin hafði liðið forystu en kláraði leikinn endanlega með mörkum undir lokin. Gegn Swansea skoraði United þrjú mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir og er það eitthvað sem Mourinho var sérstaklega ánægður með. „Leikmennirnir sýndu gæði, stöðugleika og yfirvegun á meðan þeir biðu eftir að geta drepið leikinn. Leikur okkar einkenndist af gleði og þið sáuð á líkamstjáningu minni að mér fannst við vera við stjórnvölinn í leiknum,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leikinn á laugardag. Umrædd mörk undir lok leikjanna bera merki um drápseðli sem Mourinho hefur náð fram í leikmannahópi United og jafnvægið í leik liðsins virðist vera meira en á síðasta tímabili.Paul Pogba.Vísir/GettyEr breiddin næg? Það er ekkert leyndarmál að Mourinho hefur haft augastað á nokkrum leikmönnum til að auka breiddina í sókn United-liðsins. Lengi vel var Króatinn Ivan Perisic hjá Inter orðaður við liðið og síðustu daga hafa leikmenn á borð við Julian Draxler hjá PSG og Gareth Bale hjá Real Madrid verið nefndir til sögunnar. Anthony Martial hefur komið inn af bekknum í deildarleikjunum til þessa og skorað í bæði skiptin og þá á liðið einnig Jesse Lingard og Ashley Young inni. Að öðru leyti eru ekki margir leikmenn sem geta leyst af þá Mkhitarian, Lukaku, Juan Mata og Marcus Rashford þegar leikjaálagið í öllum keppnum fer að segja til sín. Nái Mourinho hins vegar að bæta öflugum sóknarmanni við hópinn hjá United er full ástæða til að gera ráð fyrir liðinu í baráttu á öllum vígstöðvum í vetur.Marcos Alonso skoraði tvö fyrir Chelsea.Vísir/GettyStóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Chelsea vann frábæran útisigur á Tottenham eftir magalendinguna gegn Burnley í fyrstu umferðinni. Sigurinn er kærkominn fyrir Antonio Conte þjálfara sem hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna frétta af rifrildi við Diego Costa. Sigurinn veitir Conte smá andrými.Hvað kom á óvart? Burnley vann frábæran útisigur á meisturum Chelsea í fyrstu umferðinni og leikmenn því fullir sjálfstrausts þegar þeir tóku á móti lærisveinum Tony Pulis á heimavelli. WBA vann hins vegar sinn annan 1-0 sigur á leiktíðinni og er með fullt hús stiga.Mestu vonbrigðin Tap Arsenal fyrir Stoke olli miklum vonbrigðum eftir frábæra endurkomu í fyrstu umferðinni gegn Leicester. Stoke hefur verið martraðarmótherji Arsenal síðustu ár og þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í leiknum á laugardag urðu þeir að lúta í gras.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti