Hólmfríður með tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2017 15:47 Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag. KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina. KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR. Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum. Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi. Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29 Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16 Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag. KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina. KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR. Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum. Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu. Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi. Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29 Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16 Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Hólmfríður semur við KR Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag. 18. nóvember 2016 17:29
Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 15. maí 2017 20:16
Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Landsliðskonan fann smell á æfingu á laugardaginn og fer í aðgerð á fimmtudaginn þar sem þarf að skrúfa í ristina. 30. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Hólmfríður barðist við tárin í tilfinningaþrungnu viðtali Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska félagið Avaldsnes en þetta staðfesti hún eftir lokaumferðina í norska boltanum í dag. 5. nóvember 2016 21:15