Íslenski boltinn

Hólmfríður semur við KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. vísir/valli

Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag.

Á heimasíðu KR er sagt að Hólmfríður muni skrifa undir tveggja ára samning við KR./

Hún er þriðji atvinnumaðurinn sem semur við KR í vikunni en í upphafi vikunnar sömdu þær Katrín Ómarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir við KR. Það er því ljóst að KR ætlar sér stóra hluti í kvennaboltanum á nýjan leik.

Hólmfríður spilaði 129 leiki fyrir meistaraflokk KR frá 2000-2008 og skoraði í þeim 109 mörk. Hún varð Íslandsmeistari með félaginu 2002 og 2003.  

Hólmfríður fór fyrst á lán hjá Fortuna Hjörring í Danmörku, spilaði síðan eitt tímabil með Kristianstad í Svíþjóð og tvö tímabil með Philadelphia Independence í Bandaríkjunum.  

Síðustu fimm tímabil spilaði Hólmfríður með Avaldsnes í Noregi sem endaði í öðru sæti í efstu deild á nýloknu tímabili.  Hólmfríður hefur átt  mjög farsælan feril með landsliðum Íslands.    

Hún lék með öllum yngri landsliðunum.  Fjóra U-17 landsleiki, átta U-19 leiki,  fjórtán U-21 leiki.   Hólmfríður hefur verið í A-landsliðinu frá því 2003 og hefur spilað 110 leiki og skorað 37 mörk í þeim landsleikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.