Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 13:00 Hólmfríður Magnúsdóttir gæti misst af EM í sumar. vísir/anton brink Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira