Jóhann var lykilmaður í vörn Stjörnunnar sem fékk á sig aðeins tvö mörk allan síðasta mánuðinn. Jóhann byrjaði alla leiki og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Fjölni.
Þá var einnig kosið um besta markið og varð mark Andra Rúnars Bjarnasonar gegn KR fyrir valinu en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.