Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Þórgnýr einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 François Fillon er sakaður um spillingu. Nordicphotos/AFP „Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
„Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48