Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Þórgnýr einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 François Fillon er sakaður um spillingu. Nordicphotos/AFP „Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
„Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Sjá meira
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48