Undirbúa embættissviptingu Mugabe Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Nemendur við Háskólann í Simbabve mótmæltu í gær, vopnaðir mynd af forsetaefninu Emmerson Mnangagwa. Þeir kröfðust afsagnar Mugabe og þess að Grace Mugabe forsetafrú yrði svipt doktorsgráðu sinni. vísir/afp Zanu-PF, ráðandi stjórnmálaflokkur í Simbabve, hóf undirbúning embættissviptingar (e. impeachment) forsetans Roberts Mugabe í gær. Mugabe hafði fengið frest frá flokknum í gær til að segja af sér en gerði ekki. BBC fjallaði í gær um drögin að embættissviptingartillögunni sem lögð verður fyrir þingið. Í drögunum er Mugabe sagður valda óstöðugleika í ríkinu, hann hafi sýnt lögum og reglu vanvirðingu og fordæmalaus niðursveifla hagkerfisins undanfarin fimmtán ár sé honum að kenna. Tillagan verður að öllum líkindum tekin fyrir þegar þing kemur saman í dag. Lovemore Matuke, hátt settur þingmaður Zanu-PF, sagði við Reuters í gær að fundað hafi verið um tillöguna í gær. Í frétt miðilsins kemur fram að í ljósi þess yfirgnæfandi meirihluta sem er að baki sviptingunni yrði málið ef til vill klárað á morgun. Þeir lögfræðingar sem BBC ræddi við eru ögn varkárari. Telja þeir að ferlið gæti tekið nokkra daga. Þótt Mugabe hafi ekki sagt af sér í gær er óhætt að segja að þrýstingurinn á hann sé mikill. Meirihluti flokks hans er á móti honum sem og öll stjórnarandstaðan. Þá tók herinn völdin í landinu í síðustu viku og setti forsetann í stofufangelsi. Er talið líklegt að kveikjan að aðgerðum hersins hafi verið brottrekstur varaforsetans Emmersons Mnangagwa. Sá þótti líklegur arftaki Mugabe en forsetafrúin, Grace Mugabe, vill einnig taka við af hinum 93 ára forseta. Þótti forsetinn lýsa yfir stuðningi við eiginkonuna með aðgerðum sínum. Ungliðahreyfing Zanu-PF var harðorð í garð Grace Mugabe í yfirlýsingu sem ríkisblaðið Herald fjallaði um í gær. Kom þar fram að frú Mugabe væri ekki nógu fáguð og hefði ekki sterkt móðureðli, það sæist best á hinu ljóta orðbragði sem hún notaði á stuðningsmannafundum. Hreyfingin ályktaði einnig að reka bæri formanninn Kudzanai Chipanga og varaformanninn Mpehlabayo úr embættum sínum auk nokkurra annarra. Viðkomandi eru yfirlýstir stuðningsmenn Grace Mugabe. Þess ber þó að geta að Herald hefur verið gagnrýnt talsvert fyrir hlutdrægni og þykir hliðhollt Zanu-PF. Hin áhrifamiklu samtök uppgjafahermanna í landinu héldu því fram í gær að Mugabe hafi skipt út þeirri ræðu sem hann flutti á sunnudagskvöld á síðustu stundu. Mugabe hafi átt að segja af sér í ávarpinu, sem var hans fyrsta frá því herinn tók völdin, en hafi skipt út ræðunni til að komast hjá því. „Það olli okkur vonbrigðum að forsetinn, umkringdur herforingjum, skipti um ræðu,“ sagði Chris Mutsvangwa, formaður samtakanna, í gær. Sagði hann að uppgjafahermenn myndu kalla til mótmæla og beita sér gegn forsetanum ef hann segði ekki af sér. Mugabe minntist ekki einu orði í ræðu sinni á þann þrýsting sem hann er nú beittur heldur lýsti hann því yfir að herinn hefði ekkert gert af sér þegar hann tók völdin í landinu. „Hvað sem manni kann að finnast um kosti og galla aðgerða hersins ber ég, sem æðsti yfirmaður hersins, virðingu fyrir áhyggjum hermanna,“ sagði Mugabe. Minntist hann jafnframt á að landsþing Zanu-PF eigi að fara fram í desember og sagðist hann ætla að stýra þinginu. Áður en Mugabe tók til máls var tilkynnt um að Mnangagwa yrði forsetaefni flokksins í kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Þá var Grace Mugabe jafnframt rekin úr flokknum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Zanu-PF, ráðandi stjórnmálaflokkur í Simbabve, hóf undirbúning embættissviptingar (e. impeachment) forsetans Roberts Mugabe í gær. Mugabe hafði fengið frest frá flokknum í gær til að segja af sér en gerði ekki. BBC fjallaði í gær um drögin að embættissviptingartillögunni sem lögð verður fyrir þingið. Í drögunum er Mugabe sagður valda óstöðugleika í ríkinu, hann hafi sýnt lögum og reglu vanvirðingu og fordæmalaus niðursveifla hagkerfisins undanfarin fimmtán ár sé honum að kenna. Tillagan verður að öllum líkindum tekin fyrir þegar þing kemur saman í dag. Lovemore Matuke, hátt settur þingmaður Zanu-PF, sagði við Reuters í gær að fundað hafi verið um tillöguna í gær. Í frétt miðilsins kemur fram að í ljósi þess yfirgnæfandi meirihluta sem er að baki sviptingunni yrði málið ef til vill klárað á morgun. Þeir lögfræðingar sem BBC ræddi við eru ögn varkárari. Telja þeir að ferlið gæti tekið nokkra daga. Þótt Mugabe hafi ekki sagt af sér í gær er óhætt að segja að þrýstingurinn á hann sé mikill. Meirihluti flokks hans er á móti honum sem og öll stjórnarandstaðan. Þá tók herinn völdin í landinu í síðustu viku og setti forsetann í stofufangelsi. Er talið líklegt að kveikjan að aðgerðum hersins hafi verið brottrekstur varaforsetans Emmersons Mnangagwa. Sá þótti líklegur arftaki Mugabe en forsetafrúin, Grace Mugabe, vill einnig taka við af hinum 93 ára forseta. Þótti forsetinn lýsa yfir stuðningi við eiginkonuna með aðgerðum sínum. Ungliðahreyfing Zanu-PF var harðorð í garð Grace Mugabe í yfirlýsingu sem ríkisblaðið Herald fjallaði um í gær. Kom þar fram að frú Mugabe væri ekki nógu fáguð og hefði ekki sterkt móðureðli, það sæist best á hinu ljóta orðbragði sem hún notaði á stuðningsmannafundum. Hreyfingin ályktaði einnig að reka bæri formanninn Kudzanai Chipanga og varaformanninn Mpehlabayo úr embættum sínum auk nokkurra annarra. Viðkomandi eru yfirlýstir stuðningsmenn Grace Mugabe. Þess ber þó að geta að Herald hefur verið gagnrýnt talsvert fyrir hlutdrægni og þykir hliðhollt Zanu-PF. Hin áhrifamiklu samtök uppgjafahermanna í landinu héldu því fram í gær að Mugabe hafi skipt út þeirri ræðu sem hann flutti á sunnudagskvöld á síðustu stundu. Mugabe hafi átt að segja af sér í ávarpinu, sem var hans fyrsta frá því herinn tók völdin, en hafi skipt út ræðunni til að komast hjá því. „Það olli okkur vonbrigðum að forsetinn, umkringdur herforingjum, skipti um ræðu,“ sagði Chris Mutsvangwa, formaður samtakanna, í gær. Sagði hann að uppgjafahermenn myndu kalla til mótmæla og beita sér gegn forsetanum ef hann segði ekki af sér. Mugabe minntist ekki einu orði í ræðu sinni á þann þrýsting sem hann er nú beittur heldur lýsti hann því yfir að herinn hefði ekkert gert af sér þegar hann tók völdin í landinu. „Hvað sem manni kann að finnast um kosti og galla aðgerða hersins ber ég, sem æðsti yfirmaður hersins, virðingu fyrir áhyggjum hermanna,“ sagði Mugabe. Minntist hann jafnframt á að landsþing Zanu-PF eigi að fara fram í desember og sagðist hann ætla að stýra þinginu. Áður en Mugabe tók til máls var tilkynnt um að Mnangagwa yrði forsetaefni flokksins í kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Þá var Grace Mugabe jafnframt rekin úr flokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38
Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49