Uppnám í Alabama Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:57 Doug Jones var holdgervingur hamingjunnar á kosningafundi sínum í nótt. Vísir/AFP Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. Hann hlaut 51 prósent atkvæða gegn 49 prósentum mótframbjóðanda síns. Þetta kom nokkuð á óvart því demókrati hefur ekki setið á þingi fyrir ríkið í heil 25 ár og kusu íbúar Alabama repúblikanann Donald Trump með nokkrum yfirburðum í síðustu forsetakosningum. Jones var reyndar að etja kappi við einn umdeildasta stjórnmálamann landsins. Roy Moore hafði verið sakaður ítrekað um kynferðislegt áreiti í garð ungra kvenna og jafnvel barna auk þess sem skoðanir hans teljast lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Trump forseti studdi Moore í baráttunni en allt kom fyrir ekki og Jones vann.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Þrátt fyrir að um 99 prósent atkvæða hafa verið talin og að allt bendi til sigurs Jones neitar Moore að játa sig sigraðan. Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að þrátt fyrir að hann og framboð sitt hafi fengið ósanngjarna gagnrýni á síðustu mánuðum ættu þeir ekki að gefast upp. Munurinn á milli frambjóðendanna væri svo lítill að enn væri möguleiki á endurtalningu. Þó svo að Moore neiti að játa ósigur sinn hefur Bandaríkjaforseti sent Doug Jones hamingjuóskir á Twitter. Hann segir jafnframt að Repúblikanir þurfi ekki að örvænta, þeir muni fá annað tækifæri mjög fljótlega.Congratulations to Doug Jones on a hard fought victory. The write-in votes played a very big factor, but a win is a win. The people of Alabama are great, and the Republicans will have another shot at this seat in a very short period of time. It never ends!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. Hann hlaut 51 prósent atkvæða gegn 49 prósentum mótframbjóðanda síns. Þetta kom nokkuð á óvart því demókrati hefur ekki setið á þingi fyrir ríkið í heil 25 ár og kusu íbúar Alabama repúblikanann Donald Trump með nokkrum yfirburðum í síðustu forsetakosningum. Jones var reyndar að etja kappi við einn umdeildasta stjórnmálamann landsins. Roy Moore hafði verið sakaður ítrekað um kynferðislegt áreiti í garð ungra kvenna og jafnvel barna auk þess sem skoðanir hans teljast lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Trump forseti studdi Moore í baráttunni en allt kom fyrir ekki og Jones vann.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Þrátt fyrir að um 99 prósent atkvæða hafa verið talin og að allt bendi til sigurs Jones neitar Moore að játa sig sigraðan. Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að þrátt fyrir að hann og framboð sitt hafi fengið ósanngjarna gagnrýni á síðustu mánuðum ættu þeir ekki að gefast upp. Munurinn á milli frambjóðendanna væri svo lítill að enn væri möguleiki á endurtalningu. Þó svo að Moore neiti að játa ósigur sinn hefur Bandaríkjaforseti sent Doug Jones hamingjuóskir á Twitter. Hann segir jafnframt að Repúblikanir þurfi ekki að örvænta, þeir muni fá annað tækifæri mjög fljótlega.Congratulations to Doug Jones on a hard fought victory. The write-in votes played a very big factor, but a win is a win. The people of Alabama are great, and the Republicans will have another shot at this seat in a very short period of time. It never ends!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20