Aldarfjórðungur síðan keppni í ensku úrvalsdeildinni hófst | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2017 22:15 Brian Deane reyndist Manchester United erfiður ljár í þúfu í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 1992-93. vísir/getty Í dag, 15. ágúst, eru nákvæmlega 25 ár síðan keppni í ensku úrvalsdeildinni hófst. Níu leikir fóru fram í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 15. ágúst 1992. Fyrsta markið í sögu hennar skoraði Brian Deane fyrir Sheffield United gegn Manchester United á Bramall Lane eftir aðeins fimm mínútna leik. Deane skallaði þá boltann framhjá Peter Schmeichel af stuttu færi eftir langt innkast. Deane skoraði aftur á 50. mínútu og kom Sheffield United í 2-0. Mark Hughes minnkaði muninn 11 mínútum síðar en nær komst United ekki. Fall reyndist þó fararheill fyrir United sem endaði tímabilið á að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1967.Mark Robins skoraði tvívegis í óvæntum sigri Norwich á Highbury í 1. umferðinni 1992.vísir/gettyEin óvæntustu úrslitin í 1. umferðinni fyrir 25 árum komu á gamla Highbury þegar Norwich vann 2-4 útisigur á Arsenal. Skytturnar voru 0-2 yfir í hálfleik en Norwich tryggði sér sigurinn með fjórum mörkum á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik. Mark Robins, sem á að hafa bjargað starfi Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, skoraði tvívegis fyrir Kanarífuglana. Norwich var spútniklið fyrsta tímabils ensku úrvalsdeildarinnar og var lengi vel á toppnum. Norwich endaði að lokum í 3. sæti. Liðið spilaði mikinn sóknarbolta og það sást á markatölunni. Norwich skoraði 61 mark en fékk á sig 65 mörk.Alan Shearer skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir Blackburn Rovers.vísir/gettyBlackburn Rovers sló félagaskiptametið á Englandi sumarið 1992 þegar félagið borgaði Southampton 3,6 milljónir punda fyrir 22 ára gamlan framherja að nafni Alan Shearer. Hann stimplaði sig strax inn og skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli gegn Crystal Palace í 1. umferðinni. Þegar Shearer lagði skóna á hilluna 2006 hafði hann skorað 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Markamet hans stendur enn. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem fyrsta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar er rifjað upp á 60 sekúndum.As we celebrate 25 years of #PL football, remind yourself of that extraordinary 1st season... #PL25 pic.twitter.com/3K0CULmNCA— Premier League (@premierleague) August 15, 2017 Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Í dag, 15. ágúst, eru nákvæmlega 25 ár síðan keppni í ensku úrvalsdeildinni hófst. Níu leikir fóru fram í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 15. ágúst 1992. Fyrsta markið í sögu hennar skoraði Brian Deane fyrir Sheffield United gegn Manchester United á Bramall Lane eftir aðeins fimm mínútna leik. Deane skallaði þá boltann framhjá Peter Schmeichel af stuttu færi eftir langt innkast. Deane skoraði aftur á 50. mínútu og kom Sheffield United í 2-0. Mark Hughes minnkaði muninn 11 mínútum síðar en nær komst United ekki. Fall reyndist þó fararheill fyrir United sem endaði tímabilið á að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1967.Mark Robins skoraði tvívegis í óvæntum sigri Norwich á Highbury í 1. umferðinni 1992.vísir/gettyEin óvæntustu úrslitin í 1. umferðinni fyrir 25 árum komu á gamla Highbury þegar Norwich vann 2-4 útisigur á Arsenal. Skytturnar voru 0-2 yfir í hálfleik en Norwich tryggði sér sigurinn með fjórum mörkum á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik. Mark Robins, sem á að hafa bjargað starfi Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, skoraði tvívegis fyrir Kanarífuglana. Norwich var spútniklið fyrsta tímabils ensku úrvalsdeildarinnar og var lengi vel á toppnum. Norwich endaði að lokum í 3. sæti. Liðið spilaði mikinn sóknarbolta og það sást á markatölunni. Norwich skoraði 61 mark en fékk á sig 65 mörk.Alan Shearer skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir Blackburn Rovers.vísir/gettyBlackburn Rovers sló félagaskiptametið á Englandi sumarið 1992 þegar félagið borgaði Southampton 3,6 milljónir punda fyrir 22 ára gamlan framherja að nafni Alan Shearer. Hann stimplaði sig strax inn og skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli gegn Crystal Palace í 1. umferðinni. Þegar Shearer lagði skóna á hilluna 2006 hafði hann skorað 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Markamet hans stendur enn. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem fyrsta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar er rifjað upp á 60 sekúndum.As we celebrate 25 years of #PL football, remind yourself of that extraordinary 1st season... #PL25 pic.twitter.com/3K0CULmNCA— Premier League (@premierleague) August 15, 2017
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira