Öryggismál í ólestri þegar minna en vika er í leikana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. júlí 2016 19:56 Minna en vika er í að Ólympíuleikarnir verði settir. vísir/nordic photos Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Brasilíska dómsmálaráðuneytið hefur rift samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem sjá um átti öll öryggismál fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Minna en vika er þar til leikarnir hefjast. AFP segir frá. Það er nokkuð auðséð hví ráðuneytið greip til þessa. Fyrirtækinu hafði verið falið að ráða 3.400 öryggisverði en hefur sem stendur aðeins fimmhundruð á sínum snærum. Öryggisverðirnir áttu til að mynda að vakta alla innganga á keppnissvæði leikanna og manna málmleitarhlið. Stefnt er að því að sömu gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið verði mönnum af lögreglumönnum. Þar er um að ræða sömu lögreglumenn og hafa staðið í kjarabaráttu undanfarna daga. Þeir hafa meðal annars kvartað undan bágum kjörum og að fjársýslunni gangi illa að greiða út laun á tilsettum tíma. Þetta er nýjasta vandamálið af fjölmörgum sem hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Fyrir skemmstu þurfti að taka hluta ólympíuþorpsins í gegn eftir að kvartað var undan aðstæðum þar. Talið er að óánægðir verkamenn hafi þar valdið skemmdarverkum til að láta óánægju sína í ljós. Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á Ólympíuleikunum. Það eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, júdókappinn Þormóður Jónsson og fimleikakonan Irina Sazonova. Þá munu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee öll stinga sér til sunds á leikunum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30 Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. 28. júlí 2016 12:30
Engir pokémonar í Ríó Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá. 1. ágúst 2016 06:00