Sport

Engir pokémonar í Ríó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/epa
Tölvuleikurinn Pokémon Go hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikurnar en þar reynir fólk að fanga pokémona og þjálfa þá.

Íþróttafólk sem er hugfangið af Pokémon og er á leið á Ólympíuleikana í Ríó verður þó gera hlé á leit sinni meðan á leikunum stendur því ekki er hægt að spila tölvuleikinn í Brasilíu.

Breski róðrarmaðurinn Joe Clarke, sem keppir í kanó-siglingum, lýsti m.a. yfir vonbrigðum sínum á Twitter og víst er að fleiri íþróttamenn eru á sama máli og hann.

Þó er orðrómur á sveimi um að leikurinn verði fáanlegur í landinu á næstu dögum.

Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, biðlaði m.a. til Nintendo á dögunum að koma með leikinn til borgarinnar.

„Það eru allir á leiðinni hingað. Þið ættuð líka að koma,“ skrifaði Peas á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×