Ólafur kvaddi Pepsi-mörkin með frábærri greiningu á vandamálum KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 08:45 Stuttum ferli Ólafs Kristjánssonar í Pepsi-mörkunum lauk í gærkvöldi en hann getur ekki haldið áfram í þættinum þar sem hann var í gær formlega ráðinn næsti þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers eins og Vísir greindi frá. Þetta verður annað danska félagið sem Ólafur stýrir en honum var fyrr á árinu sagt upp störfum hjá Nordsjælland þegar nýr eigendahópur tók við félaginu og réð þjálfarann sem Ólafur leysti af hólmi.Sjá einnig:Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Ólafur kvaddi Pepsi-mörkin með stæl og mundaði teiknitölvuna þegar hann greindi nákvæmlega það sem KR-liðið er að gera vel og illa. KR er í áttunda sæti eftir fimm umferðir með sex stig, aðeins búið að vinna einn leik og ekki búið að skora nema fjögur mörk. Til viðmiðs má benda á að Hrvoje Tokic, framherji nýliða Ólafsvíkur, hefur skorað fleiri mörk en allt KR-liðið til samans. Ólafur er ánægður með margt í uppspili KR sem var auðvitað rænt stigi í tapleiknum gegn Breiðabliki þegar fáránleg rangstaða var dæmd á Indriða Sigurðsson þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. Ólafi finnst þó miðjumenn liðsins vera of líkir og átti Breiðablik auðvelt með að verjast vesturbæingum síðustu 20 mínúturnar þegar uppspil KR var ekki nógu gott. Þessa fimm mínútna frábæru greiningu á vandamálum KR má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson tekur við Randers Fær annað tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni eftir að vera látinn fara frá Nordsjælland. 23. maí 2016 08:25 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Stuttum ferli Ólafs Kristjánssonar í Pepsi-mörkunum lauk í gærkvöldi en hann getur ekki haldið áfram í þættinum þar sem hann var í gær formlega ráðinn næsti þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers eins og Vísir greindi frá. Þetta verður annað danska félagið sem Ólafur stýrir en honum var fyrr á árinu sagt upp störfum hjá Nordsjælland þegar nýr eigendahópur tók við félaginu og réð þjálfarann sem Ólafur leysti af hólmi.Sjá einnig:Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Ólafur kvaddi Pepsi-mörkin með stæl og mundaði teiknitölvuna þegar hann greindi nákvæmlega það sem KR-liðið er að gera vel og illa. KR er í áttunda sæti eftir fimm umferðir með sex stig, aðeins búið að vinna einn leik og ekki búið að skora nema fjögur mörk. Til viðmiðs má benda á að Hrvoje Tokic, framherji nýliða Ólafsvíkur, hefur skorað fleiri mörk en allt KR-liðið til samans. Ólafur er ánægður með margt í uppspili KR sem var auðvitað rænt stigi í tapleiknum gegn Breiðabliki þegar fáránleg rangstaða var dæmd á Indriða Sigurðsson þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. Ólafi finnst þó miðjumenn liðsins vera of líkir og átti Breiðablik auðvelt með að verjast vesturbæingum síðustu 20 mínúturnar þegar uppspil KR var ekki nógu gott. Þessa fimm mínútna frábæru greiningu á vandamálum KR má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson tekur við Randers Fær annað tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni eftir að vera látinn fara frá Nordsjælland. 23. maí 2016 08:25 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tekur við Randers Fær annað tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni eftir að vera látinn fara frá Nordsjælland. 23. maí 2016 08:25