Færeyjar refsa Sea Shepherd Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2016 12:45 Bátur Sea Shepherd, sem dómstóll Færeyja hefur nú gert upptækan. Merki samtakanna er sjóræningjafáni. Mynd/Sea Shepherd. Dómstóll Færeyja dæmdi í gær umhverfisverndarsamtökin Sea Shepherd til greiðslu fjársektar og gerði bát þeirra upptækan fyrir að trufla grindhvalaveiðar og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum sýslumanns og lögreglu sumarið 2015. Fulltrúar Sea Shepherd mættu ekki í réttinn og gripu ekki til varna, þrátt fyrir að hafa verið birt ákæran með lögformlegum hætti. Samtökin sem lögaðili töldust hafa brotið gegn grindalögum Færeyja sem og refsilögum þann 12. ágúst 2015 þegar meðlimir þeirra sigldu ítrekað á miklum hraða í kringum og þvert í gegnum grindhvalavöðu á Sandavogi í því skyni að snúa henni aftur til hafs. Um leið hafi sjómenn á öðrum bátum við löglegar grindhvalaveiðar verið settir í hættu. Jafnframt voru Sea Shepherd-samtökin gerð ábyrg fyrir því að fimm meðlimir þeirra reyndu ítrekað að vaða út í fjöru til að reka hvalina út þrátt fyrir bann lögreglu. Sektarfjárhæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna. Verðmæti bátsins, sem lagt var hald á, er áætlað um fjórar milljónir króna, en hann er svokallaður ribb-bátur. Jafnframt voru samtökin dæmd til að greiða allan sakarkostnað en dóminn má lesa hér. Sea Shepherd-samtökin, sem hafa sjóræningjafána að merki sínu, hafa tvívegis áður verið dæmd og sektuð fyrir brot gegn grindalögum Færeyja. Þau höfðu árin 2014 og 2015 reynt að hindra grindhvalaveiðar en án árangurs. Lögþing Færeyja skerpti þá á grindalögum og er það talið hafa valdið því að Sea Shepherd-menn létu ekki sjá sig í Færeyjum í ár. Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust á Íslandi fyrir að hafa sökkt tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember árið 1986 og fyrir skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15. maí 2007 12:45 Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Meðlimur víkingarokksveitarinnar Týr birtir myndband þar sem hann leiðréttir "háværan og óupplýstan hóp fólks“ sem finnur grindhvalaveiðum Færeyinga allt til foráttu. 29. ágúst 2016 11:00 Átök hvalveiðimanna og liðsmanna Sea Shepherd Hvalverndarsinnar segja japanska hvalveiðimenn hafa slasað tvo úr þeirra hópi með járnplötum og golfkúlum þegar sló í brýnu milli milli þeirra í Suðuríshafi í gær. Hvalverndarsinnar voru þá að trufla veiðar. Japönsku hvalveiðimennirnir neita sök og segjast bara hafa sprautað vatni á þá. 3. febrúar 2009 13:30 Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19. desember 2012 06:43 Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Dómstóll Færeyja dæmdi í gær umhverfisverndarsamtökin Sea Shepherd til greiðslu fjársektar og gerði bát þeirra upptækan fyrir að trufla grindhvalaveiðar og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum sýslumanns og lögreglu sumarið 2015. Fulltrúar Sea Shepherd mættu ekki í réttinn og gripu ekki til varna, þrátt fyrir að hafa verið birt ákæran með lögformlegum hætti. Samtökin sem lögaðili töldust hafa brotið gegn grindalögum Færeyja sem og refsilögum þann 12. ágúst 2015 þegar meðlimir þeirra sigldu ítrekað á miklum hraða í kringum og þvert í gegnum grindhvalavöðu á Sandavogi í því skyni að snúa henni aftur til hafs. Um leið hafi sjómenn á öðrum bátum við löglegar grindhvalaveiðar verið settir í hættu. Jafnframt voru Sea Shepherd-samtökin gerð ábyrg fyrir því að fimm meðlimir þeirra reyndu ítrekað að vaða út í fjöru til að reka hvalina út þrátt fyrir bann lögreglu. Sektarfjárhæðin nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna. Verðmæti bátsins, sem lagt var hald á, er áætlað um fjórar milljónir króna, en hann er svokallaður ribb-bátur. Jafnframt voru samtökin dæmd til að greiða allan sakarkostnað en dóminn má lesa hér. Sea Shepherd-samtökin, sem hafa sjóræningjafána að merki sínu, hafa tvívegis áður verið dæmd og sektuð fyrir brot gegn grindalögum Færeyja. Þau höfðu árin 2014 og 2015 reynt að hindra grindhvalaveiðar en án árangurs. Lögþing Færeyja skerpti þá á grindalögum og er það talið hafa valdið því að Sea Shepherd-menn létu ekki sjá sig í Færeyjum í ár. Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust á Íslandi fyrir að hafa sökkt tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember árið 1986 og fyrir skemmdarverk í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15. maí 2007 12:45 Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Meðlimur víkingarokksveitarinnar Týr birtir myndband þar sem hann leiðréttir "háværan og óupplýstan hóp fólks“ sem finnur grindhvalaveiðum Færeyinga allt til foráttu. 29. ágúst 2016 11:00 Átök hvalveiðimanna og liðsmanna Sea Shepherd Hvalverndarsinnar segja japanska hvalveiðimenn hafa slasað tvo úr þeirra hópi með járnplötum og golfkúlum þegar sló í brýnu milli milli þeirra í Suðuríshafi í gær. Hvalverndarsinnar voru þá að trufla veiðar. Japönsku hvalveiðimennirnir neita sök og segjast bara hafa sprautað vatni á þá. 3. febrúar 2009 13:30 Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19. desember 2012 06:43 Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15. maí 2007 12:45
Færeyskur þungarokkari fengið sig fullsaddan af rangfærslum um grindhvalaveiðarnar Meðlimur víkingarokksveitarinnar Týr birtir myndband þar sem hann leiðréttir "háværan og óupplýstan hóp fólks“ sem finnur grindhvalaveiðum Færeyinga allt til foráttu. 29. ágúst 2016 11:00
Átök hvalveiðimanna og liðsmanna Sea Shepherd Hvalverndarsinnar segja japanska hvalveiðimenn hafa slasað tvo úr þeirra hópi með járnplötum og golfkúlum þegar sló í brýnu milli milli þeirra í Suðuríshafi í gær. Hvalverndarsinnar voru þá að trufla veiðar. Japönsku hvalveiðimennirnir neita sök og segjast bara hafa sprautað vatni á þá. 3. febrúar 2009 13:30
Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19. desember 2012 06:43
Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd Liðsmenn Sea Shepherd hugðust mótmæla grindhvaladrápum Færeyinga. 25. ágúst 2015 10:30
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila