Erlent

Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum.

Í úrskurði dómsins segir að fólk úr Sea Shepherd samtökunum verði að halda sig í minnst 500 metra fjarlægð frá bátunum. Nálgunarbannið felur einnig í sér að Sea Shepherd er bannað að sigla skipum sínum þannig að hætta geti stafað af fyrir hvalveiðibátanna.

Sea Shepherd samtökin segja að þau muni ekki virða þetta nálgunarbann og halda áfram baráttu sinni gegn hvalveiðum Japana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×