Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. september 2016 20:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir yfir hundrað ára starfsemi þar. Herkastalinn var í byrjun árs seldur til fjárfesta fyrir um 600 milljónir króna. Nýir eigendur fá húsnæðið afhent um mánaðarmótin en til stendur að breyta húsnæðinu í hótel. Það var fullt út úr dyrum þegar kastalinn opnaði klukkan tíu í morgun og ljóst að fólk hafði mikinn áhuga á að næla sér í muni úr þessu sögufræga húsi. „Við fengum frábærar viðtökur. Það var mikið af fólki sem bara beið hér fyrir utan þegar við opnuðum. Við finnum mikinn hlýhug og þetta er bara yndislegt,“ segir Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum. Hann segir fólk gera sér grein fyrir að í munum úr kastalanum felist ákveðin menningarverðmæti. „Ég held að það hafi verið mikið atriði hjá mörgum. Þetta er hundrað ára saga hérna þannig að eflaust hefur það spilað inn í,“ segir Sigurður. Allt frá borðbúnaði til bóka, mynda og húsganga var til sölu. Hjálpræðisherinn hefur fest kaup á lóð við Suðurlandsbraut þar sem til stendur að byggja hús undir starsemina. Á meðan flyst hún að mestu í Mjódd þar sem herinn er til húsa. Sigurður segir að Hjálræðisherinn komi þó til með að halda áfram úti einhverskonar þjónustu í miðbænum fyrir þá sem á þurfa að halda. Það var þó ekki laust við blendnar hjá starfsfólki á þessum tímamótum eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Tengdar fréttir Herkastalinn seldur til hulduhóps Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna. 22. janúar 2016 07:00 Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku 48 eru skráðir í Hjálpræðisherinn samkvæmt tölum Hagstofunnar. 4. janúar 2016 11:16 Áfram gisting í Herkastalanum Herkastalinn verður afhentur þann 1. október. 29. janúar 2016 07:00 Munir Herkastalans seldir á laugardag Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni. 21. september 2016 10:00 Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri Samtökin vilja reisa nýjar höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut 72 og 74. 5. febrúar 2016 13:02 Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina. 15. desember 2015 07:00 Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. 26. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir yfir hundrað ára starfsemi þar. Herkastalinn var í byrjun árs seldur til fjárfesta fyrir um 600 milljónir króna. Nýir eigendur fá húsnæðið afhent um mánaðarmótin en til stendur að breyta húsnæðinu í hótel. Það var fullt út úr dyrum þegar kastalinn opnaði klukkan tíu í morgun og ljóst að fólk hafði mikinn áhuga á að næla sér í muni úr þessu sögufræga húsi. „Við fengum frábærar viðtökur. Það var mikið af fólki sem bara beið hér fyrir utan þegar við opnuðum. Við finnum mikinn hlýhug og þetta er bara yndislegt,“ segir Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum. Hann segir fólk gera sér grein fyrir að í munum úr kastalanum felist ákveðin menningarverðmæti. „Ég held að það hafi verið mikið atriði hjá mörgum. Þetta er hundrað ára saga hérna þannig að eflaust hefur það spilað inn í,“ segir Sigurður. Allt frá borðbúnaði til bóka, mynda og húsganga var til sölu. Hjálpræðisherinn hefur fest kaup á lóð við Suðurlandsbraut þar sem til stendur að byggja hús undir starsemina. Á meðan flyst hún að mestu í Mjódd þar sem herinn er til húsa. Sigurður segir að Hjálræðisherinn komi þó til með að halda áfram úti einhverskonar þjónustu í miðbænum fyrir þá sem á þurfa að halda. Það var þó ekki laust við blendnar hjá starfsfólki á þessum tímamótum eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Herkastalinn seldur til hulduhóps Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna. 22. janúar 2016 07:00 Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku 48 eru skráðir í Hjálpræðisherinn samkvæmt tölum Hagstofunnar. 4. janúar 2016 11:16 Áfram gisting í Herkastalanum Herkastalinn verður afhentur þann 1. október. 29. janúar 2016 07:00 Munir Herkastalans seldir á laugardag Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni. 21. september 2016 10:00 Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri Samtökin vilja reisa nýjar höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut 72 og 74. 5. febrúar 2016 13:02 Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina. 15. desember 2015 07:00 Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. 26. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Herkastalinn seldur til hulduhóps Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna. 22. janúar 2016 07:00
Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku 48 eru skráðir í Hjálpræðisherinn samkvæmt tölum Hagstofunnar. 4. janúar 2016 11:16
Munir Herkastalans seldir á laugardag Fólki gefst færi á að ganga um hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 á laugardag og kaupa þar ýmsa muni. 21. september 2016 10:00
Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri Samtökin vilja reisa nýjar höfuðstöðvar við Suðurlandsbraut 72 og 74. 5. febrúar 2016 13:02
Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina. 15. desember 2015 07:00
Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. 26. febrúar 2016 19:00