Viðskipti innlent

Áfram gisting í Herkastalanum

Ingvar Haraldsson skrifar
Hjálpræðisherinn hefur rekið gistiheimili í Herkastalanum um árabil.
Hjálpræðisherinn hefur rekið gistiheimili í Herkastalanum um árabil.
„Þetta verður einhvers konar gisting,“ segir Pálmar Harðarson, stjórnarformaður í Kastala fasteignafélagi ehf., um framtíð Herkastalans við Kirkjustræti 2.

Þingvangur keypti húsið af Hjálpræðishernum í síðustu viku fyrir 630 milljónir króna. Herinn hefur rekið gistiheimili í húsinu sem verður afhent 1. október. Pálmar segir húsinu vel við haldið en það þurfi þó að uppfæra með tilliti til nútímakrafna.

Að sögn Pálmars stendur verktakafyrirtækið Þingvangur, þar sem hann er sjálfur stærsti hluthafinn, og hin sænsk-ísraelska Pnina-Orit Dahlgren að kaupunum. Hún starfi í ferðaþjónustu.

Þingvangur vinnur að fleiri verkefnum í miðbænum, til dæmis að uppbyggingu á Hljómalindarreitnum þar sem Hilton Canopy hótelið mun rísa og Brynjureitnum þar sem reisa á íbúðir og verslanir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.