Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 19:00 Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. Kaupandi fasteignarinnar var félagið Kastali ehf. En engar upplýsingar eru að finna um það félag í fyrirtækjaskrá. Fyrirtækið greiddi 630 milljónir króna fyrir húsið, sem er 1.405 fermetrar og á að fá það afhent hinn 1. október næstkomandi. Hjálpræðisherinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í herkastalanum um árabil. Þar sem eignin er skráð sem gistirými þarf kaupandi eignarinnar ekki að fá sérstakt leyfi vilji hann opna þar hótel. Það er meðal annars þetta sem gerir eignina svo verðmæta. Viðmælendur fréttastofunnar sem vinna við fasteignaþróun segja að hægt sé að endurinnrétta húsið sem hótel og selja það aftur með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Húsið er við einn eftirsóttasta stað á gjörvöllu Íslandi. Þá er spurningin, ef eignin er svona verðmæt og það er svona grimm eftirspurn, hvers vegna var húsið ekki auglýst og selt hæstbjóðanda? Einn viðmælandi fréttastofunnar furðar sig á því að eignin hafi ekki verið auglýst og í raun hafi eignin verið seld á mjög lágu verði miðað við undirliggjandi verðmæti hennar. Gunnar Eide yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi vísaði á KPMG sem var ráðgjafi við sölu eignarinnar. Ólafur Ólafsson hjá KPMG sagði að engin sérstök skýring væri á því hvers vegna fasteignin hefði ekki verið auglýst til sölu. Hann sagðist jafnframt ekki vilja svara spurningum fréttastofunnar um málið. Að svo búnu lagði hann á. Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. Kaupandi fasteignarinnar var félagið Kastali ehf. En engar upplýsingar eru að finna um það félag í fyrirtækjaskrá. Fyrirtækið greiddi 630 milljónir króna fyrir húsið, sem er 1.405 fermetrar og á að fá það afhent hinn 1. október næstkomandi. Hjálpræðisherinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í herkastalanum um árabil. Þar sem eignin er skráð sem gistirými þarf kaupandi eignarinnar ekki að fá sérstakt leyfi vilji hann opna þar hótel. Það er meðal annars þetta sem gerir eignina svo verðmæta. Viðmælendur fréttastofunnar sem vinna við fasteignaþróun segja að hægt sé að endurinnrétta húsið sem hótel og selja það aftur með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Húsið er við einn eftirsóttasta stað á gjörvöllu Íslandi. Þá er spurningin, ef eignin er svona verðmæt og það er svona grimm eftirspurn, hvers vegna var húsið ekki auglýst og selt hæstbjóðanda? Einn viðmælandi fréttastofunnar furðar sig á því að eignin hafi ekki verið auglýst og í raun hafi eignin verið seld á mjög lágu verði miðað við undirliggjandi verðmæti hennar. Gunnar Eide yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi vísaði á KPMG sem var ráðgjafi við sölu eignarinnar. Ólafur Ólafsson hjá KPMG sagði að engin sérstök skýring væri á því hvers vegna fasteignin hefði ekki verið auglýst til sölu. Hann sagðist jafnframt ekki vilja svara spurningum fréttastofunnar um málið. Að svo búnu lagði hann á.
Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira