Fórnaði eigin lífi til að stöðva sjálfsvígsárás ISIS Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2016 19:40 Svona var umhorfs í Balad eftir árásina. vísir/twitter/epa Íröskum karlmanni, Najih Shaker Al-Baldawi, hefur verið hampað sem hetju í heimalandinu og víða um heim. Al-Baldwani lést í hryðjuverkaárás Íslamska ríkisins en bjargaði um leið lífum annarra. Síðastliðinn föstudag gerði hópur manna frá ISIS árás á samkomuhús sjía múslima í bænum Balad. Balad er um sjötíu kílómetra norður af höfuðborginni Baghdad. Fjörtíu manns létust í árásinni og 74 særðust. Al-Baldawi var staðsettur fyrir utan samkomuhúsið þegar hann sá einn árásarmannanna nálgast það. Það sem meira var þá sá hann að hann var með sprengjuvesti innanklæða. Í stað þess að hlaupa á brott gerði hann öðrum viðvart, stökk á manninn og hélt honum niðri. Árásarmaðurinn komst hvorki lönd né strönd og endaði á því að sprengja sig í loft upp meðan hann var í klóm Al-Baldwani. Afleiðingin varð sú að aðeins þeir tveir létust í þeirri sprengingu. Önnur afleiðing aðgerða Al-Baldwani var sú að aðrir viðstaddir tóku eftir fleiri sprengjumönnum. Mun færri létust því í árásinni en ef þeir hefðu fengið að halda áfram óáreittir. Árásin var gerð fimm dögum eftir sjálfsmorðssprengjuárás ISIS á höfuðborgina Baghdad. Þar létust rétt tæplega þrjúhundruð manns og hundruð liggja særðir.An honourable man from #Balad, Najih Shakir,holds the suicide bomber & attains martyrdom,preventing many more deaths pic.twitter.com/fFKZhxZvv7— Mohammed Al-Hilli (@malhilli) July 8, 2016 Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn 281 lést í sprengjuárás ISIS á Bagdad síðastliðinn sunnudag. 7. júlí 2016 20:02 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Íröskum karlmanni, Najih Shaker Al-Baldawi, hefur verið hampað sem hetju í heimalandinu og víða um heim. Al-Baldwani lést í hryðjuverkaárás Íslamska ríkisins en bjargaði um leið lífum annarra. Síðastliðinn föstudag gerði hópur manna frá ISIS árás á samkomuhús sjía múslima í bænum Balad. Balad er um sjötíu kílómetra norður af höfuðborginni Baghdad. Fjörtíu manns létust í árásinni og 74 særðust. Al-Baldawi var staðsettur fyrir utan samkomuhúsið þegar hann sá einn árásarmannanna nálgast það. Það sem meira var þá sá hann að hann var með sprengjuvesti innanklæða. Í stað þess að hlaupa á brott gerði hann öðrum viðvart, stökk á manninn og hélt honum niðri. Árásarmaðurinn komst hvorki lönd né strönd og endaði á því að sprengja sig í loft upp meðan hann var í klóm Al-Baldwani. Afleiðingin varð sú að aðeins þeir tveir létust í þeirri sprengingu. Önnur afleiðing aðgerða Al-Baldwani var sú að aðrir viðstaddir tóku eftir fleiri sprengjumönnum. Mun færri létust því í árásinni en ef þeir hefðu fengið að halda áfram óáreittir. Árásin var gerð fimm dögum eftir sjálfsmorðssprengjuárás ISIS á höfuðborgina Baghdad. Þar létust rétt tæplega þrjúhundruð manns og hundruð liggja særðir.An honourable man from #Balad, Najih Shakir,holds the suicide bomber & attains martyrdom,preventing many more deaths pic.twitter.com/fFKZhxZvv7— Mohammed Al-Hilli (@malhilli) July 8, 2016
Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn 281 lést í sprengjuárás ISIS á Bagdad síðastliðinn sunnudag. 7. júlí 2016 20:02 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Tala látinna hækkar enn 281 lést í sprengjuárás ISIS á Bagdad síðastliðinn sunnudag. 7. júlí 2016 20:02