Neyðarástandi lýst yfir í Bagdad eftir að mótmælendur yfirtóku þing landsins Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 18:55 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bagdad höfuðborg Íraks eftir að þúsundir Shía múslima réðust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu stjórnvalda og krefjast umbóta. Leiðtogi þeirra boðar byltingu verði ekki orðið við kröfum um um breytingar á stjórn landsins. Meirihluti íbúa Íraks er shía múslimar og fara þeir með völdin í landinu en Saddam Hussein fyrrverandi einræðisherra landsins var sunni múslimi. Miklar deilur hafa verið milli ólíkra flokka shía múslima undanfarið vegna skipan ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í dag brutust þúsundir mótmælenda sem styðja erkiklerkinn Moqtada Al Sadr sér leið inn í þinghús landsins til að krefjast umbóta. Þeir vilja að ráðherrastólar verði skipaðir óháðum embættismönnum. Þá hópuðust mótmælendur að veggjum græna svæðisins svo kallaða þar sem sendiráð Bandaríkjanna og fleiri ríkja eru ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þessara stofnana hafa lokað að sér í byggingunum. Einhverjir mótmælendur komust inn á græna svæðið í gær og skutu öryggisverðir sendiráðs Bandaríkjanna táragasi á mannfjöldann til að koma í veg fyrir að fleiri kæmu inn á svæðið. Öflugir flokkar shía múslima hafa neitað að láta undan kröfum og fjölmennum mótmælum undanfarna daga um breytingar á ríkisstjórn landsins. Þegar þegar ekki náðist samkomulag um breytingar milli flokka á þinginu í dag ruddist mikill fjöldi fólks inn í þinghús landsins og yfirtók það.Moqtada Al Sadr, sem hefur ekki opinberlega hvatt til fjöldamótmæla, ávarpaði mótmælendur í þinghúsinu og sagði þá vel staðsetta þar þangað til spillt stjórnvöld létu undan kröfum þeirra. „Ég stend með alþýðunni hér í dag, engum öðrum. Ég sniðgeng alla stjórnmálamenn aðra en þá sem styðja raunverulegar umbætur. Það geri ég af fullri einlægni og heiðarleika og bíð uppreisnar almennings og byltingu hans til að stöðva framgang spillingarinnar í landinu,“ sagði klerkurinn í ávarpi sínu. Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bagdad höfuðborg Íraks eftir að þúsundir Shía múslima réðust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu stjórnvalda og krefjast umbóta. Leiðtogi þeirra boðar byltingu verði ekki orðið við kröfum um um breytingar á stjórn landsins. Meirihluti íbúa Íraks er shía múslimar og fara þeir með völdin í landinu en Saddam Hussein fyrrverandi einræðisherra landsins var sunni múslimi. Miklar deilur hafa verið milli ólíkra flokka shía múslima undanfarið vegna skipan ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í dag brutust þúsundir mótmælenda sem styðja erkiklerkinn Moqtada Al Sadr sér leið inn í þinghús landsins til að krefjast umbóta. Þeir vilja að ráðherrastólar verði skipaðir óháðum embættismönnum. Þá hópuðust mótmælendur að veggjum græna svæðisins svo kallaða þar sem sendiráð Bandaríkjanna og fleiri ríkja eru ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þessara stofnana hafa lokað að sér í byggingunum. Einhverjir mótmælendur komust inn á græna svæðið í gær og skutu öryggisverðir sendiráðs Bandaríkjanna táragasi á mannfjöldann til að koma í veg fyrir að fleiri kæmu inn á svæðið. Öflugir flokkar shía múslima hafa neitað að láta undan kröfum og fjölmennum mótmælum undanfarna daga um breytingar á ríkisstjórn landsins. Þegar þegar ekki náðist samkomulag um breytingar milli flokka á þinginu í dag ruddist mikill fjöldi fólks inn í þinghús landsins og yfirtók það.Moqtada Al Sadr, sem hefur ekki opinberlega hvatt til fjöldamótmæla, ávarpaði mótmælendur í þinghúsinu og sagði þá vel staðsetta þar þangað til spillt stjórnvöld létu undan kröfum þeirra. „Ég stend með alþýðunni hér í dag, engum öðrum. Ég sniðgeng alla stjórnmálamenn aðra en þá sem styðja raunverulegar umbætur. Það geri ég af fullri einlægni og heiðarleika og bíð uppreisnar almennings og byltingu hans til að stöðva framgang spillingarinnar í landinu,“ sagði klerkurinn í ávarpi sínu.
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira