Neyðarástandi lýst yfir í Bagdad eftir að mótmælendur yfirtóku þing landsins Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 18:55 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bagdad höfuðborg Íraks eftir að þúsundir Shía múslima réðust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu stjórnvalda og krefjast umbóta. Leiðtogi þeirra boðar byltingu verði ekki orðið við kröfum um um breytingar á stjórn landsins. Meirihluti íbúa Íraks er shía múslimar og fara þeir með völdin í landinu en Saddam Hussein fyrrverandi einræðisherra landsins var sunni múslimi. Miklar deilur hafa verið milli ólíkra flokka shía múslima undanfarið vegna skipan ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í dag brutust þúsundir mótmælenda sem styðja erkiklerkinn Moqtada Al Sadr sér leið inn í þinghús landsins til að krefjast umbóta. Þeir vilja að ráðherrastólar verði skipaðir óháðum embættismönnum. Þá hópuðust mótmælendur að veggjum græna svæðisins svo kallaða þar sem sendiráð Bandaríkjanna og fleiri ríkja eru ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þessara stofnana hafa lokað að sér í byggingunum. Einhverjir mótmælendur komust inn á græna svæðið í gær og skutu öryggisverðir sendiráðs Bandaríkjanna táragasi á mannfjöldann til að koma í veg fyrir að fleiri kæmu inn á svæðið. Öflugir flokkar shía múslima hafa neitað að láta undan kröfum og fjölmennum mótmælum undanfarna daga um breytingar á ríkisstjórn landsins. Þegar þegar ekki náðist samkomulag um breytingar milli flokka á þinginu í dag ruddist mikill fjöldi fólks inn í þinghús landsins og yfirtók það.Moqtada Al Sadr, sem hefur ekki opinberlega hvatt til fjöldamótmæla, ávarpaði mótmælendur í þinghúsinu og sagði þá vel staðsetta þar þangað til spillt stjórnvöld létu undan kröfum þeirra. „Ég stend með alþýðunni hér í dag, engum öðrum. Ég sniðgeng alla stjórnmálamenn aðra en þá sem styðja raunverulegar umbætur. Það geri ég af fullri einlægni og heiðarleika og bíð uppreisnar almennings og byltingu hans til að stöðva framgang spillingarinnar í landinu,“ sagði klerkurinn í ávarpi sínu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Bagdad höfuðborg Íraks eftir að þúsundir Shía múslima réðust inn í þinghús landsins til að mótmæla spillingu stjórnvalda og krefjast umbóta. Leiðtogi þeirra boðar byltingu verði ekki orðið við kröfum um um breytingar á stjórn landsins. Meirihluti íbúa Íraks er shía múslimar og fara þeir með völdin í landinu en Saddam Hussein fyrrverandi einræðisherra landsins var sunni múslimi. Miklar deilur hafa verið milli ólíkra flokka shía múslima undanfarið vegna skipan ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í dag brutust þúsundir mótmælenda sem styðja erkiklerkinn Moqtada Al Sadr sér leið inn í þinghús landsins til að krefjast umbóta. Þeir vilja að ráðherrastólar verði skipaðir óháðum embættismönnum. Þá hópuðust mótmælendur að veggjum græna svæðisins svo kallaða þar sem sendiráð Bandaríkjanna og fleiri ríkja eru ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þessara stofnana hafa lokað að sér í byggingunum. Einhverjir mótmælendur komust inn á græna svæðið í gær og skutu öryggisverðir sendiráðs Bandaríkjanna táragasi á mannfjöldann til að koma í veg fyrir að fleiri kæmu inn á svæðið. Öflugir flokkar shía múslima hafa neitað að láta undan kröfum og fjölmennum mótmælum undanfarna daga um breytingar á ríkisstjórn landsins. Þegar þegar ekki náðist samkomulag um breytingar milli flokka á þinginu í dag ruddist mikill fjöldi fólks inn í þinghús landsins og yfirtók það.Moqtada Al Sadr, sem hefur ekki opinberlega hvatt til fjöldamótmæla, ávarpaði mótmælendur í þinghúsinu og sagði þá vel staðsetta þar þangað til spillt stjórnvöld létu undan kröfum þeirra. „Ég stend með alþýðunni hér í dag, engum öðrum. Ég sniðgeng alla stjórnmálamenn aðra en þá sem styðja raunverulegar umbætur. Það geri ég af fullri einlægni og heiðarleika og bíð uppreisnar almennings og byltingu hans til að stöðva framgang spillingarinnar í landinu,“ sagði klerkurinn í ávarpi sínu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira