Assad heitir því að endurheimta „hverja tommu“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 10:30 Bashar al-Assad á þinginu eftir ræðu sína. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira