Assad heitir því að endurheimta „hverja tommu“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 10:30 Bashar al-Assad á þinginu eftir ræðu sína. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira