Segir Kína „nauðga“ Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2016 10:50 Donald Trump á fundinum í Indiana í gær. vísir/getty Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust.
Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25
Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09
Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52