Clinton og Trump skjóta föstum skotum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 23:43 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Einungis nokkrir dagar eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og keppast þau Donald Trump og Hillary Clinton nú við að ná til eins margra kjósenda og mögulegt er. Bæði hafa þau skotið föstum skotum á síðustu dögum. Trump hefur vaxið ásmegin eftir að yfirmaður Alríkislögreglunnar tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton væri komin aftur af stað. Trump hélt ræðu í Flórída í dag þar sem hann sagðist sannfærður um að hann myndi verða kosinn í Hvíta húsið í kosningunum í næstu viku. Hann gaf í skyn að það eina sem hann þyrfti að gera væri að halda einbeittningunni og halda sig við málefnin. Því næst sagði hann að Clinton komin í geðfarslegt ójafnvægi. Hann sagði einnig að ef Clinton myndi vinna myndu áralangar rannsóknir og kærur myndu þvælast fyrir henni. „Það er ekki það sem Bandaríkin þurfa á að halda. Við þurfum einhvern sem er tilbúinn að ganga beint til starfa,“ sagði Trump.Ráði ekki við starfið Clinton og bandamenn hennar hafa hins vegar einbeitt sér að ummælum Trump og hæfi hans til embættis forseta. Clinton sagði hann hafa daðrað við rasista og þjóðernissinna nánast alla kosningabaráttuna. Hann hefði jafnvel endurtíst skilaboðum frá meðlimum Ku Klux Klan. „Ef Trump yrði forseti, myndum við sitja uppi með forseta sem væri ekki starfi sínu vaxinn og hefði ótrúlega hættulegar hugmyndir,“ sagði Clinton. Kosningarnar eru þegar hafnar víða og samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar hefur ungt fólk og þeldökkt fólk ekki kosið í jafn miklu mæli og áður og gæti það skapað vandræði fyrir Clinton. Barack Obama virðist hafa fengið það verkefni að kveikja í áhuga ungs fólks, en hann hélt ræðu fyrir háskólanemendur í Flórída í dag. Hann sagði áhorfendum sínum að nú væri tími til kominn að taka kosningunum alvarlega. Hann sagði að öll sú vinna sem hefði verið unnin á undanförnum átta árum myndi gufa upp ef Clinton myndi ekki vinna kosningarnar. „Þetta er ekkert grín. Þetta er ekki Survivor. Þetta er ekki Bachelorette. Þetta skiptir máli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira