Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 13:17 Öryggisráðið hefur verið kallað saman. Mynd/Getty Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Heimsins helstu leiðtogar fordæma tilraunir N-Kóreumanna sem sprengdu í nótt sína stærstu kjarnorkusprengju til þessa. Tilraunin var framkvæmd þrátt fyrir bann alþjóðasamfélagsins á kjarnorkutilraunir N-Kóreumanna. Fastlega er gert ráð fyrir að Öryggisráðið ræði frekari refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu. Fyrsta kjarnorkutilraun N-Kóreu fór fram árið 2006 en síðan þá hafa fimm mismunandi viðskiptaþvinganir hafa verið settar á ríkið af Sameinuðu þjóðunum. Hafa þær allar haft lítil sem engin áhrif sem og viðræður meðal helstu ríkja heims um að koma verði í veg fyrir kjarnorkuáætlanir einræðisríkisins. Yfirvöld í Suður-Kóreu gera ráð fyrir að sprengjan sem sprengd var í nótt hafi verið tíu kílótonn. Aðrir sérfræðingar segja að hún gæti hafa verið allt að tuttugu kílótonn. Til samanburðar má nefna að kjarnorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima árið 1945 var 15 kílótonn. Bandaríkjamenn, Rússar, Japanir og Alþjóðaorkumálastofnunin hafa öll fordæmt tilraunir N-Kóreu og þá hafa Kínverjar, helstu bandamenn Norður-Kóreu, formlega mótmælt tilraun N-Kóreu í nótt. Í yfirlýsingu sem lesin var upp í norður-kóreska ríkisútvarpinu er talað um að sprengingin í nótt hafi meðal annars verið til að sýna óvinum landsins að viðskiptaþvinganirnar beri engan árangur. Tengdar fréttir Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Segir Norður-Kóreu meðal fremstu kjarnorkuvelda Kim Jong Un fagnar vel heppnuðu eldflaugarskoti. 25. ágúst 2016 10:22 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Heimsins helstu leiðtogar fordæma tilraunir N-Kóreumanna sem sprengdu í nótt sína stærstu kjarnorkusprengju til þessa. Tilraunin var framkvæmd þrátt fyrir bann alþjóðasamfélagsins á kjarnorkutilraunir N-Kóreumanna. Fastlega er gert ráð fyrir að Öryggisráðið ræði frekari refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu. Fyrsta kjarnorkutilraun N-Kóreu fór fram árið 2006 en síðan þá hafa fimm mismunandi viðskiptaþvinganir hafa verið settar á ríkið af Sameinuðu þjóðunum. Hafa þær allar haft lítil sem engin áhrif sem og viðræður meðal helstu ríkja heims um að koma verði í veg fyrir kjarnorkuáætlanir einræðisríkisins. Yfirvöld í Suður-Kóreu gera ráð fyrir að sprengjan sem sprengd var í nótt hafi verið tíu kílótonn. Aðrir sérfræðingar segja að hún gæti hafa verið allt að tuttugu kílótonn. Til samanburðar má nefna að kjarnorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima árið 1945 var 15 kílótonn. Bandaríkjamenn, Rússar, Japanir og Alþjóðaorkumálastofnunin hafa öll fordæmt tilraunir N-Kóreu og þá hafa Kínverjar, helstu bandamenn Norður-Kóreu, formlega mótmælt tilraun N-Kóreu í nótt. Í yfirlýsingu sem lesin var upp í norður-kóreska ríkisútvarpinu er talað um að sprengingin í nótt hafi meðal annars verið til að sýna óvinum landsins að viðskiptaþvinganirnar beri engan árangur.
Tengdar fréttir Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Segir Norður-Kóreu meðal fremstu kjarnorkuvelda Kim Jong Un fagnar vel heppnuðu eldflaugarskoti. 25. ágúst 2016 10:22 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Sjá meira
Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05
Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17
Segir Norður-Kóreu meðal fremstu kjarnorkuvelda Kim Jong Un fagnar vel heppnuðu eldflaugarskoti. 25. ágúst 2016 10:22