Erlent

Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttakona norður-kóreska ríkissjónvarpsins greinir frá tilraunasprengingunni.
Fréttakona norður-kóreska ríkissjónvarpsins greinir frá tilraunasprengingunni. Vísir/AFP
Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa fordæmt kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna sem gerð var í norðausturhluta landsins nótt. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg.

Sprengjan er talin hafa verið mjög öflug og framkallaði jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig. Sérfræðingar telja þetta hafa verið öflugasta tilraunasprenging Norður-Kóreumanna til þessa.

Þetta er í fimmta sinn sem Norður-Kóreumenn sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni þrátt fyrir hörð mótmæli annarra ríkja og viðamiklar viðskiptaþvinganir sem fylgt hafa í kjölfarið.

Park Geun-Hye, forseti Suður-Kóreu, hefur fordæmt sprenginguna og segir að með henni komi stjórnvöld í nágrannaríkinu verða fyrir frekari viðskiptaþvingunum og einangrun. „Svona ögranir munu flýta leið þeirra að sjálfstortímingu.“

Shinzo Abe, forseti Japan, hefur einnig brugðist harkalega við aðgerðum Norður-Kóreumanna og segir þær fullkomlega óásættanlegar fyrir Japan.

Kínversk stjórnvöld segjast mótfallin tilraunasprengingunni og hvetur Norður-Kóreumenn til að draga úr aðgerðum sem hafa versnandi áhrif á ástandið.

Franska forsetaskrifstofan fordæmir sprenginguna og hvetur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sömuleiðis sagt atburðurinn munu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.


Tengdar fréttir

Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa

Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×