Erlent

Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa

Íbúar í Seoul í Suður Kóreu fylgjast með framvindu mála í nágrannaríkinu.
Íbúar í Seoul í Suður Kóreu fylgjast með framvindu mála í nágrannaríkinu. Vísir/AFP
Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa.

Þetta er í fimmta sinn sem Norðanmenn sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni þrátt fyrir hörð mótmæli annarra ríkja og viðamiklar viðskiptaþvinganir sem fylgt hafa í kjölfarið. Í yfirlýsingu sem lesin var upp í Norðurkóreska ríkisútvarpinu er talað um að sprengingin í nótt hafi meðal annars verið til að sýna óvinum landsins að viðskiptaþvinganirnar beri engan árangur.

Leiðtogar heimsins hafa í alla nótt keppst við að fordæma sprenginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×