Aprílgöbbin þetta árið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 22:03 Samlokustaður í Alþingishúsinu, McDonalds á 99 kr, skattaskjól í Nauthólsvík og margt fleira á þessum alþjóðlega degi hrekkjalóma. Að venju fylgdu fjölmiðlar og fleiri þeirri hefð að reyna að láta fólk hlaupa apríl í dag, á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu aprílgöbb dagsins.Kári Stefánsson, Fast 8 og Joe and the Juice Fréttastofa 365 miðla reyndi líkt og aðrir fjölmiðlar að láta fólk hlaupa apríl. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Joe and the Juice hygðist opna stað í Alþingishúsinu. Það vakti nokkra gremju á meðal fólks og stofnaður var undirskriftalisti þar sem því var mótmælt að almenningur þyrfti að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn og annað starfsfólk þingsins.Vísir sagði frá því að ökutæki úr hasarkvikmyndinni Fast 8 væru til sýnis á Korputorgi. Forvitnir gripu þó ekki í tómt því félagsmenn Krúsera-klúbbsins tóku þátt í glensinu og höfðu sína bíla til sýnis. Þá var sagt frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefðu náð sáttum eftir deilur síðustu vikna og að þeir hygðust formlega bera klæði á vopnin á opnum borgarafundi í Iðnó. Kári sagði í fréttatímanum að Sigmundur Davíð ætlaði að segja af sér sem forsætisráðherra.62 þúsund hljómplötur gefins og McDonalds á 99 krFréttastofa RÚV boðaði í hádegisfréttum að til stæði að gefa almenningi allar 62 þúsund hljómplötur Ríkisútvarpsins í dag. Allt safnið væri komið á stafrænt form og vegna þrengsla hefði verið ákveðið að gefa almenningi safnið.Mbl.is tilkynnti að veitingastaðir McDonald‘s yrðu opnaðir aftur á Íslandi og að athafnamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson hefðu tryggt sér sérleyfi til að selja hamborgarana. Þeir myndu bjóða upp á Big Mac máltíð á 99 krónur í Egilshöll í dag.Skattaskjól í NauthólsvíkNútíminn sagði frá því að fornleifafræðingar hefðu fundið skattaskjól í Nauthólsvík. Það sé tómt en að talið sé að það rúmi um 500-600 milljarða króna.Vefurinn fotbolti.net tilkynnti að í dag gætu áhugasamir nálgast nýju landsliðstreyjuna á sérstöku tilboðsverði í höfuðstöðvum KSÍ. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson yrði á staðnum og að fólk gæti fengið mynd af sér með honum í treyjunni. Þá tóku héraðsmiðlarnir einnig þátt í gríninu. Siglfirðingur.is greindi frá því að svartur svanur væri á Langeyrartjörn og Eyjafréttir sögðu að samþykkt hafi verið að láta fjarlægja turninn á Landakirkju og að nýr turn, jafn hár hinum gamla, yrði byggður í staðinn.Sírenur í C-molli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði frá því að í dag yrðu allar sírenur prófaðar. Það sé hluti af stórverkefni en samkvæmt Evróputilskipun verði að prófa allar sírenur forgangsökutækja til að sannreyna að þær séu í c-moll. Var fólk beðið velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kynni að hafa í för með sér. Í dag stendur lögreglan að stórverkefni en skv.Evróputilskipun verða allar sírenur forgangsökutækja að vera prófaðar og sannreynt að þær séu í C-moll, skv.reglugerð um tóntegund forgangshljóða. Búast má við einhverjum óþægindum vegna þessa í dag og biðjumst við velvirðingar á hávaðanum sem þessu fylgir.Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 31. mars 2016 Fyrirtæki eru ekki undanskilin þegar kemur að hrekkjum á þessum degi. Kringlan brá á það ráð að sekta fólk á bílastæðinu. Fólk fékk hins vegar bíómiða í sárabætur.Aprílhrekkur ISNIC var öllu sértækari en margir aðrir því á vefsíðu fyrirtækisins var tilkynnt að öll íslensk lén væru uppseld. Þeir sem vildu láta reyna á að fá lén yrðu að koma á skrifstofu fyrirtækisins fyrir klukkan fjögur í dag. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi. Lesendur eru því hvattir til að greina frá skemmtilegum aprílhrekkjum í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. 1april2016Þeir voru fjölmargir sem létu gabbast 1.apríl í Kringlunni. Í sárabætur fengu allir bíómiða og fóru kátir heim. Takk fyrir skemmtunina.Posted by Kringlan on 1. apríl 2016 Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. 1. apríl 2016 17:44 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Að venju fylgdu fjölmiðlar og fleiri þeirri hefð að reyna að láta fólk hlaupa apríl í dag, á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu aprílgöbb dagsins.Kári Stefánsson, Fast 8 og Joe and the Juice Fréttastofa 365 miðla reyndi líkt og aðrir fjölmiðlar að láta fólk hlaupa apríl. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Joe and the Juice hygðist opna stað í Alþingishúsinu. Það vakti nokkra gremju á meðal fólks og stofnaður var undirskriftalisti þar sem því var mótmælt að almenningur þyrfti að niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn og annað starfsfólk þingsins.Vísir sagði frá því að ökutæki úr hasarkvikmyndinni Fast 8 væru til sýnis á Korputorgi. Forvitnir gripu þó ekki í tómt því félagsmenn Krúsera-klúbbsins tóku þátt í glensinu og höfðu sína bíla til sýnis. Þá var sagt frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefðu náð sáttum eftir deilur síðustu vikna og að þeir hygðust formlega bera klæði á vopnin á opnum borgarafundi í Iðnó. Kári sagði í fréttatímanum að Sigmundur Davíð ætlaði að segja af sér sem forsætisráðherra.62 þúsund hljómplötur gefins og McDonalds á 99 krFréttastofa RÚV boðaði í hádegisfréttum að til stæði að gefa almenningi allar 62 þúsund hljómplötur Ríkisútvarpsins í dag. Allt safnið væri komið á stafrænt form og vegna þrengsla hefði verið ákveðið að gefa almenningi safnið.Mbl.is tilkynnti að veitingastaðir McDonald‘s yrðu opnaðir aftur á Íslandi og að athafnamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson hefðu tryggt sér sérleyfi til að selja hamborgarana. Þeir myndu bjóða upp á Big Mac máltíð á 99 krónur í Egilshöll í dag.Skattaskjól í NauthólsvíkNútíminn sagði frá því að fornleifafræðingar hefðu fundið skattaskjól í Nauthólsvík. Það sé tómt en að talið sé að það rúmi um 500-600 milljarða króna.Vefurinn fotbolti.net tilkynnti að í dag gætu áhugasamir nálgast nýju landsliðstreyjuna á sérstöku tilboðsverði í höfuðstöðvum KSÍ. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson yrði á staðnum og að fólk gæti fengið mynd af sér með honum í treyjunni. Þá tóku héraðsmiðlarnir einnig þátt í gríninu. Siglfirðingur.is greindi frá því að svartur svanur væri á Langeyrartjörn og Eyjafréttir sögðu að samþykkt hafi verið að láta fjarlægja turninn á Landakirkju og að nýr turn, jafn hár hinum gamla, yrði byggður í staðinn.Sírenur í C-molli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði frá því að í dag yrðu allar sírenur prófaðar. Það sé hluti af stórverkefni en samkvæmt Evróputilskipun verði að prófa allar sírenur forgangsökutækja til að sannreyna að þær séu í c-moll. Var fólk beðið velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kynni að hafa í för með sér. Í dag stendur lögreglan að stórverkefni en skv.Evróputilskipun verða allar sírenur forgangsökutækja að vera prófaðar og sannreynt að þær séu í C-moll, skv.reglugerð um tóntegund forgangshljóða. Búast má við einhverjum óþægindum vegna þessa í dag og biðjumst við velvirðingar á hávaðanum sem þessu fylgir.Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 31. mars 2016 Fyrirtæki eru ekki undanskilin þegar kemur að hrekkjum á þessum degi. Kringlan brá á það ráð að sekta fólk á bílastæðinu. Fólk fékk hins vegar bíómiða í sárabætur.Aprílhrekkur ISNIC var öllu sértækari en margir aðrir því á vefsíðu fyrirtækisins var tilkynnt að öll íslensk lén væru uppseld. Þeir sem vildu láta reyna á að fá lén yrðu að koma á skrifstofu fyrirtækisins fyrir klukkan fjögur í dag. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi. Lesendur eru því hvattir til að greina frá skemmtilegum aprílhrekkjum í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. 1april2016Þeir voru fjölmargir sem létu gabbast 1.apríl í Kringlunni. Í sárabætur fengu allir bíómiða og fóru kátir heim. Takk fyrir skemmtunina.Posted by Kringlan on 1. apríl 2016
Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. 1. apríl 2016 17:44 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13
Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30
Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. 1. apríl 2016 17:44