Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 17:44 Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm
Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13
Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30