Sjáðu IKEA-geitina loga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 09:21 Eins og greint var frá í morgun var kveikt í IKEA-geitinni í nótt og brann hún til kaldra kola. Tilkynning um íkveikjuna barst lögreglu og slökkviliði um klukkan fjögur en fólkið sem kveikti í geitinni var elt uppi, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, að því er segir í tilkynningu frá IKEA. Þrír voru handteknir af lögreglu við Bústaðaveg í Reykjavík en tjónið er vel á aðra milljón króna. Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. Guðný Camilla Aradóttir, markaðs-og umhverfisfulltrúi IKEA, segir í samtali við Vísi að á myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum, sem sjá má hér að ofan, sjáist tveir einstaklingar bera eld að geitinni. Fyrst kemur einn maður með einhvers konar eldkokteil og hendir í geitina. Á eftir honum kemur annar maður að og skvettir miklu af eldfimum vökva á geitina. Annar þeirra fer síðan inn fyrir rafmagnsgirðinguna og er þá byrjað að loga ansi glatt í geitinni.Tímafrekt og kostnaðarsamt að fá nýja geit Að sögn Guðnýjar virðist fólkið sem kveikti í geitinni hafa verið meðvitað um það að öryggismyndavélar hafi verið í gangi því þau klipptu númeraplötur af bílnum sem þau komu á á staðinn. Guðný segir að ekki sé búið að ákveða hvort að ný geit verði fengin í staðinn en í liðinni viku sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að ef kveikt yrði í geitinni myndi ný geit ekki koma í staðinn enda er það bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að fá nýja í geit. Að sögn Guðnýjar er geitin gjöreyðilögð. Hún segir sorglegt að sjá brunarústirnar núna og að skemmdarfýsn sumra sé slík að engin virðing sé borin fyrir eigum annarra.Greyið geitin er nú ein brunarúst.vísir/gvaEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til.Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði Þórarinn í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Tengdar fréttir IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun var kveikt í IKEA-geitinni í nótt og brann hún til kaldra kola. Tilkynning um íkveikjuna barst lögreglu og slökkviliði um klukkan fjögur en fólkið sem kveikti í geitinni var elt uppi, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, að því er segir í tilkynningu frá IKEA. Þrír voru handteknir af lögreglu við Bústaðaveg í Reykjavík en tjónið er vel á aðra milljón króna. Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. Guðný Camilla Aradóttir, markaðs-og umhverfisfulltrúi IKEA, segir í samtali við Vísi að á myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum, sem sjá má hér að ofan, sjáist tveir einstaklingar bera eld að geitinni. Fyrst kemur einn maður með einhvers konar eldkokteil og hendir í geitina. Á eftir honum kemur annar maður að og skvettir miklu af eldfimum vökva á geitina. Annar þeirra fer síðan inn fyrir rafmagnsgirðinguna og er þá byrjað að loga ansi glatt í geitinni.Tímafrekt og kostnaðarsamt að fá nýja geit Að sögn Guðnýjar virðist fólkið sem kveikti í geitinni hafa verið meðvitað um það að öryggismyndavélar hafi verið í gangi því þau klipptu númeraplötur af bílnum sem þau komu á á staðinn. Guðný segir að ekki sé búið að ákveða hvort að ný geit verði fengin í staðinn en í liðinni viku sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að ef kveikt yrði í geitinni myndi ný geit ekki koma í staðinn enda er það bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að fá nýja í geit. Að sögn Guðnýjar er geitin gjöreyðilögð. Hún segir sorglegt að sjá brunarústirnar núna og að skemmdarfýsn sumra sé slík að engin virðing sé borin fyrir eigum annarra.Greyið geitin er nú ein brunarúst.vísir/gvaEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til.Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði Þórarinn í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið.
Tengdar fréttir IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37