Milos: Eigum ekki að spila ef þeir geta ekki skipulagt mót með almennilegum dómurum Smári Jökull Jónsson skrifar 4. ágúst 2016 22:40 Milos Milojevic, þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira