Ýmislegt sem Íslendingar geta gert til að hjálpa íbúum Aleppo Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 21:57 „Sýrlendingar eru ekki búnir að gefast upp og börnin í Sýrlandi eru ekki búin að gefast upp þannig að við megum heldur ekki gefast upp,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um það skelfilega ástand sem nú ríkir í Sýrlandi og þá ekki síst í austurhluta Aleppo. Hann sagði að almenningur yrði að halda áfram að hjálpa sýrlensku þjóðinni en það er ýmislegt sem Íslendingar geta gert þrátt fyrir að langt sé til Aleppo. UNICEF á Íslandi hefur verið með neyðarsöfnun í gangi vegna stríðsins í Sýrlandi allt frá árinu 2012. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir að söfnunin hafi tekið kipp á mánudag þegar fréttir fóru að berast af því hörmungarástandi sem ríkir í Aleppo. „Á mánudag fóru framlög að streyma inn á reikninginn og síðan í gær þá sáum við að það varð algjör vakning á samfélagsmiðlum. Margir voru að deila efni frá Aleppo, mjög margir að hugsa um hörmungarnar en við deildum til dæmis mynd á Facebook sem fékk svo um þúsund deilingar. Það eru því alveg ótrúlega margir búnir að leggja söfnuninni lið í þessari viku sem er auðvitað mjög gleðilegt,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Börn sem ná að flýja austurhluta Aleppo í slæmu ásigkomulagi Hún segir að fólk upplifi sig hjálparvana gagnvart svona hörmungum. Það sjálft geti ekki stöðvað stríðið en það sé þó að minnsta kosti hægt að hjálpa börnum sem eru í neyð. „UNICEF er í Sýrlandi. Við erum búin að vera þarna síðan fyrir stríðið, við erum þarna núna og við verðum þarna áfram og við erum í Aleppo.“ Fjöldi barna er innlyksa í austurhluta Aleppo og býr þar við skelfilegar aðstæður en seinustu daga og vikur hefur UNICEF verið að koma börnum til aðstoðar sem hafa komist út af svæðunum. Ástand þeirra, og annarra sem þar hafa dvalið, er ekki gott að sögn Sigríðar. „UNICEF hefur til að mynda verið að kanna næringarástand barna sem hafa náð að flýja austurhlutann og það hefur ekki verið gott þannig að við höfum tekið þátt í að veita börnum meðferð út af því. Svo þarf líka bara að finna þessu fólki skjól og annað slíkt,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að síðastliðinn mánudag dreifði UNICEF hlýjum fatnaði til 5000 barna sem voru þá nýlega búin að flýja austurhluta Aleppo.Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.vísir/anton brinkSorgmædd yfir því að stríðið skuli hafa fengið að viðgangast Ákveðin svæði austurhlutanum eru enn lokuð hjálparsamtökum en Sigríður að UNICEF sé tilbúið að fara þangað inn og veita aðstoð um leið og það verður hægt. Þá er neyðaraðstoð veitt í vesturhluta borgarinnar og svo er þeim hjálpað sem ná að flýja austurhlutann. Mikið er um það rætt að alþjóðasamfélagið hafi brugðist Sýrlendingum en Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur til að mynda ekki tekist að komast að samkomulagi um hvernig binda skuli enda á styrjöldina. „Við erum auðvitað ótrúlega sorgmædd yfir því að þetta stríð skuli hafa fengið að viðgangast núna í bráðum sex ár og það er bara þyngra en tárum taki. UNICEF hefur trekk í trekk sent út yfirlýsingar um það að stríðandi fylkingar verði að hætta að láta sprengjum rigna yfir almenna borgara, sjúkrahús, skóla og annað en þeir gera það ekki og það er auðvitað alveg ótrúlega sorglegt,“ segir Sigríður en bætir við að á sama tíma haldi það voninni í hjálparsamtökum líkt og UNICEF að sjá árangurinn þegar þau ná að hjálpa fólki á stríðshrjáðum svæðum.Þúsundir Íslendinga skrifað undir netákall Amnesty Íslandsdeild Amnesty Intenational sendi út netákall í morgun vegna ástandsins í Aleppo. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar, segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Við erum að fá kannski svona 1200 til 1500 undirskriftir fyrir hvert ákall en síðast þegar ég kíkti voru komnar um 4600 undirskriftir þannig að Íslendingar láta málið sig greinilega varða og vilja leggja eitthvað af mörkum. Fólk upplifir sig stundum svolítið máttlaust hérna norður í Atlantshafi og vill greinilega gera eitthvað til að hjálpa,“ segir Anna. Hún segir Amnesty vilja nýta það sameiningarafl sem almenningur getur verið til þess að þrýsta á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um grípa til aðgerða vegna stríðsins. Þá krefjast samtökin þess líka að óbreyttir borgarar í Sýrlandi hafi aðgang að öruggum leiðum til þess að flýja átökin og hafi aðgang að mannúðaraðstoð. „Við erum því að taka þann pól í hæðina að nýta kraftinn í almenningi til þess að sýna stjórnvöldum að við lítum ekki framhjá þessu. Við verðum einfaldlega að bregðast við núna.“Hér er hægt að skrifa undir netákall Amnesty og á heimasíðu UNICEF á Íslandi má leggja neyðarsöfnun samtakanna lið. Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. 14. desember 2016 20:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
„Sýrlendingar eru ekki búnir að gefast upp og börnin í Sýrlandi eru ekki búin að gefast upp þannig að við megum heldur ekki gefast upp,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um það skelfilega ástand sem nú ríkir í Sýrlandi og þá ekki síst í austurhluta Aleppo. Hann sagði að almenningur yrði að halda áfram að hjálpa sýrlensku þjóðinni en það er ýmislegt sem Íslendingar geta gert þrátt fyrir að langt sé til Aleppo. UNICEF á Íslandi hefur verið með neyðarsöfnun í gangi vegna stríðsins í Sýrlandi allt frá árinu 2012. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir að söfnunin hafi tekið kipp á mánudag þegar fréttir fóru að berast af því hörmungarástandi sem ríkir í Aleppo. „Á mánudag fóru framlög að streyma inn á reikninginn og síðan í gær þá sáum við að það varð algjör vakning á samfélagsmiðlum. Margir voru að deila efni frá Aleppo, mjög margir að hugsa um hörmungarnar en við deildum til dæmis mynd á Facebook sem fékk svo um þúsund deilingar. Það eru því alveg ótrúlega margir búnir að leggja söfnuninni lið í þessari viku sem er auðvitað mjög gleðilegt,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Börn sem ná að flýja austurhluta Aleppo í slæmu ásigkomulagi Hún segir að fólk upplifi sig hjálparvana gagnvart svona hörmungum. Það sjálft geti ekki stöðvað stríðið en það sé þó að minnsta kosti hægt að hjálpa börnum sem eru í neyð. „UNICEF er í Sýrlandi. Við erum búin að vera þarna síðan fyrir stríðið, við erum þarna núna og við verðum þarna áfram og við erum í Aleppo.“ Fjöldi barna er innlyksa í austurhluta Aleppo og býr þar við skelfilegar aðstæður en seinustu daga og vikur hefur UNICEF verið að koma börnum til aðstoðar sem hafa komist út af svæðunum. Ástand þeirra, og annarra sem þar hafa dvalið, er ekki gott að sögn Sigríðar. „UNICEF hefur til að mynda verið að kanna næringarástand barna sem hafa náð að flýja austurhlutann og það hefur ekki verið gott þannig að við höfum tekið þátt í að veita börnum meðferð út af því. Svo þarf líka bara að finna þessu fólki skjól og annað slíkt,“ segir Sigríður og nefnir sem dæmi að síðastliðinn mánudag dreifði UNICEF hlýjum fatnaði til 5000 barna sem voru þá nýlega búin að flýja austurhluta Aleppo.Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.vísir/anton brinkSorgmædd yfir því að stríðið skuli hafa fengið að viðgangast Ákveðin svæði austurhlutanum eru enn lokuð hjálparsamtökum en Sigríður að UNICEF sé tilbúið að fara þangað inn og veita aðstoð um leið og það verður hægt. Þá er neyðaraðstoð veitt í vesturhluta borgarinnar og svo er þeim hjálpað sem ná að flýja austurhlutann. Mikið er um það rætt að alþjóðasamfélagið hafi brugðist Sýrlendingum en Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur til að mynda ekki tekist að komast að samkomulagi um hvernig binda skuli enda á styrjöldina. „Við erum auðvitað ótrúlega sorgmædd yfir því að þetta stríð skuli hafa fengið að viðgangast núna í bráðum sex ár og það er bara þyngra en tárum taki. UNICEF hefur trekk í trekk sent út yfirlýsingar um það að stríðandi fylkingar verði að hætta að láta sprengjum rigna yfir almenna borgara, sjúkrahús, skóla og annað en þeir gera það ekki og það er auðvitað alveg ótrúlega sorglegt,“ segir Sigríður en bætir við að á sama tíma haldi það voninni í hjálparsamtökum líkt og UNICEF að sjá árangurinn þegar þau ná að hjálpa fólki á stríðshrjáðum svæðum.Þúsundir Íslendinga skrifað undir netákall Amnesty Íslandsdeild Amnesty Intenational sendi út netákall í morgun vegna ástandsins í Aleppo. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar, segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Við erum að fá kannski svona 1200 til 1500 undirskriftir fyrir hvert ákall en síðast þegar ég kíkti voru komnar um 4600 undirskriftir þannig að Íslendingar láta málið sig greinilega varða og vilja leggja eitthvað af mörkum. Fólk upplifir sig stundum svolítið máttlaust hérna norður í Atlantshafi og vill greinilega gera eitthvað til að hjálpa,“ segir Anna. Hún segir Amnesty vilja nýta það sameiningarafl sem almenningur getur verið til þess að þrýsta á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um grípa til aðgerða vegna stríðsins. Þá krefjast samtökin þess líka að óbreyttir borgarar í Sýrlandi hafi aðgang að öruggum leiðum til þess að flýja átökin og hafi aðgang að mannúðaraðstoð. „Við erum því að taka þann pól í hæðina að nýta kraftinn í almenningi til þess að sýna stjórnvöldum að við lítum ekki framhjá þessu. Við verðum einfaldlega að bregðast við núna.“Hér er hægt að skrifa undir netákall Amnesty og á heimasíðu UNICEF á Íslandi má leggja neyðarsöfnun samtakanna lið.
Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. 14. desember 2016 20:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45
Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. 14. desember 2016 20:12