Titillinn aftur í Garðabæinn: Stjarnan Íslandsmeistari 2016 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 17:45 Það var gleðistund á Samsung-vellinum í kvöld. vísir/eyþór Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2016 eftir að hafa unnið 4-0 sigur á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Breiðablik var eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum fyrir leiki dagsins en Blikar töpuðu í kvöld fyrir Val, 1-0. Blikar töpuðu þar með sínum fyrsta leik í sumar. Sigur Stjörnunnar var svo sannarlega verðskuldaður en liðið var þó lengi að brjóta ísinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði það loks undir lok fyrri hálfleiks er hún nýtti sér mistök í vörn FH-inga og skoraði með skalla. Stjörnukonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoruðu báðar á fyrsta stundarfjórðungnum og gerði Stjarnan þar með út um leikinn. Katrín lagði upp bæði þessi mörk og skoraði svo fjórða mark Stjörnunnar með góðu skoti á 74. mínútu. Hún var nálægt því að skora þriðja mark sitt í leiknum en þrennan verður að bíða betri tíma. Jeannette Williams átti góðan leik í marki FH þrátt fyrir að hafa fengið að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin marki. En úti á velli voru yfirburðir Íslandsmeistaranna algerir og fögnuðu Stjörnustúlkur vel og innilega í leikslok, eins og vera ber. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar á síðustu sex tímabilum. Liðið varð fyrst Íslandsmeistari árið 2011 og vann svo tvö ár í röð, 2013 og 2014. Blikar urðu hins vegar meistarar í fyrra.Íslandsmeistarar Stjörnunnar 2016.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2016 eftir að hafa unnið 4-0 sigur á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Breiðablik var eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum fyrir leiki dagsins en Blikar töpuðu í kvöld fyrir Val, 1-0. Blikar töpuðu þar með sínum fyrsta leik í sumar. Sigur Stjörnunnar var svo sannarlega verðskuldaður en liðið var þó lengi að brjóta ísinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði það loks undir lok fyrri hálfleiks er hún nýtti sér mistök í vörn FH-inga og skoraði með skalla. Stjörnukonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoruðu báðar á fyrsta stundarfjórðungnum og gerði Stjarnan þar með út um leikinn. Katrín lagði upp bæði þessi mörk og skoraði svo fjórða mark Stjörnunnar með góðu skoti á 74. mínútu. Hún var nálægt því að skora þriðja mark sitt í leiknum en þrennan verður að bíða betri tíma. Jeannette Williams átti góðan leik í marki FH þrátt fyrir að hafa fengið að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin marki. En úti á velli voru yfirburðir Íslandsmeistaranna algerir og fögnuðu Stjörnustúlkur vel og innilega í leikslok, eins og vera ber. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar á síðustu sex tímabilum. Liðið varð fyrst Íslandsmeistari árið 2011 og vann svo tvö ár í röð, 2013 og 2014. Blikar urðu hins vegar meistarar í fyrra.Íslandsmeistarar Stjörnunnar 2016.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira