Ætla að endurvekja geirfuglinn: „Væri stórkostlegt ef okkur tekst það“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2016 11:56 Bandarískir vísindamenn stefna ótrauðir á að endurvekja hinn ófleyga en fornfræga geirfugl til lífsins. Vísir/Getty Hópur vísindamanna stefnir nú að því að endurvekja geirfuglinn sem varð útdauður á 19. öld. Ætlunin er að blanda saman erfðaefnum geirfuglsins við sinn nánasta ættinga, álkuna. Takist þetta mun geirfuglinn svamla um Atlantshafið á ný.Það er bandaríska rannsóknarstofnunin Revive & Restore sem stendur að baki verkefninu og telja forsvarsmenn þess það vel hægt að endurvekja geirfuglinn og smám saman kynna hann fyrir sínum gömlu heimkynjum í norður-Atlantshafi Sækja á erfðefni úr geirfuglinum úr líffærum eða steingervingum sem varðveist hafa en talið er að áttatíu uppstoppuð eintök séu til, þar á meðal á Náttúrufræðistofnun Íslands eintak af geirfuglinum sem var keypt á uppboði á Sothebys eftir söfnun hér á landi.Líkan af geirfuglinumVísir.Para á erfðaefnið við álkuna en ýmislegt er þó eftir takist það. Geirfuglinn var mjög stór fugl, rúmir 70 sentímetrar á lengd og langstærsti fuglinn í ættinni svartfuglaætt. Hafa vísindamennirnir séð fyrir sér að koma frjóvguðum erfðavísum fyrir í gæsum sem henti vel til þess að verpa geirfuglseggjum. Matt Ridley, vísindamaður, sem kemur að verkefninu segir að takist ætlunarverkið verði það mikill áfangi en geirfuglinn hafi verið einn örfárra fugla á norðurhveli jarðar sem ekki gat flogið. „Það væri stórkostlegt ef okkur tekst það,“ segir Ridley en markmiðið er að koma fuglinum fyrir á eyjunni Farnes undan ströndum BretlandseyjaEn er þetta hægt?„Já, það er fræðilega mögulegt og það er líklega tæknilega mögulegt þó að menn hafi ekki reist til lífs útdauðar dýrategundir,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann var spurður að því árið 2011 hvort mögulegt væri að endurvekja geirfuglinn. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða hann í stórum stíl. Voru síðustu geirfuglarnir veiddir í Eldey 4. júní 1844 þegar þrír íslenskir sjómenn voru beðnir um að safna nokkrum eintökum fyrir danskan náttúrugripasafnara. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Hópur vísindamanna stefnir nú að því að endurvekja geirfuglinn sem varð útdauður á 19. öld. Ætlunin er að blanda saman erfðaefnum geirfuglsins við sinn nánasta ættinga, álkuna. Takist þetta mun geirfuglinn svamla um Atlantshafið á ný.Það er bandaríska rannsóknarstofnunin Revive & Restore sem stendur að baki verkefninu og telja forsvarsmenn þess það vel hægt að endurvekja geirfuglinn og smám saman kynna hann fyrir sínum gömlu heimkynjum í norður-Atlantshafi Sækja á erfðefni úr geirfuglinum úr líffærum eða steingervingum sem varðveist hafa en talið er að áttatíu uppstoppuð eintök séu til, þar á meðal á Náttúrufræðistofnun Íslands eintak af geirfuglinum sem var keypt á uppboði á Sothebys eftir söfnun hér á landi.Líkan af geirfuglinumVísir.Para á erfðaefnið við álkuna en ýmislegt er þó eftir takist það. Geirfuglinn var mjög stór fugl, rúmir 70 sentímetrar á lengd og langstærsti fuglinn í ættinni svartfuglaætt. Hafa vísindamennirnir séð fyrir sér að koma frjóvguðum erfðavísum fyrir í gæsum sem henti vel til þess að verpa geirfuglseggjum. Matt Ridley, vísindamaður, sem kemur að verkefninu segir að takist ætlunarverkið verði það mikill áfangi en geirfuglinn hafi verið einn örfárra fugla á norðurhveli jarðar sem ekki gat flogið. „Það væri stórkostlegt ef okkur tekst það,“ segir Ridley en markmiðið er að koma fuglinum fyrir á eyjunni Farnes undan ströndum BretlandseyjaEn er þetta hægt?„Já, það er fræðilega mögulegt og það er líklega tæknilega mögulegt þó að menn hafi ekki reist til lífs útdauðar dýrategundir,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar þegar hann var spurður að því árið 2011 hvort mögulegt væri að endurvekja geirfuglinn. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða hann í stórum stíl. Voru síðustu geirfuglarnir veiddir í Eldey 4. júní 1844 þegar þrír íslenskir sjómenn voru beðnir um að safna nokkrum eintökum fyrir danskan náttúrugripasafnara.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira