FH hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili en í dag skrifaði Caroline Murray undir samning við Fimleikafélagið.
Murray er 23 ára bandarískur kantmaður. Á síðasta tímabili lék hún í finnsku úrvalsdeildinni. Hún hefur einnig leikið í heimalandinu.
FH endaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar síðasta sumar og hélt sæti sínu í deildinni.
FH ætlar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra og hefur gengið frá samningum við flesta leikmenn liðsins á undanförnum vikum og mánuðum.
FH styrkir sig fyrir næsta tímabil
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn




Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti

Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“
Íslenski boltinn