Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. október 2016 07:00 Mikill og svartur reykur berst frá olíustöð sem brennur skammt frá Debaga-flóttamannabúðunum, en þangað er von á hundruðum þúsunda flóttamanna á næstunni. vísir/EPA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15