Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. október 2016 07:00 Mikill og svartur reykur berst frá olíustöð sem brennur skammt frá Debaga-flóttamannabúðunum, en þangað er von á hundruðum þúsunda flóttamanna á næstunni. vísir/EPA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15