ÍBV hefur tilkynnt að félagið hafi náð samningum við Derby Carillo, markvörð frá El Salvador.
Hann á að baki ellefu landsleiki með El Salvador og tæplega 100 leiki í Bandaríkjunum og heimalandi sínu. Hann er 29 ára og hefur til dæmis spilað í bandarísku NASL-deildinni.
Carillo fyllir í skarð Abel Dhaira sem verður ekki með ÍBV í sumar vegna veikinda.
„ÍBV væntir mikils af Derby og býður hann velkominn til Eyja,“ segir í tilkynningunni.
