Erlent

Uluru þjóðgarðinum í Ástralíu lokað vegna metrigningar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Uluru steinninn.
Uluru steinninn. Vísir/EPA
Hinum víðfræga Uluru þjóðgarði í Ástralíu hefur verið lokað vegna gífurlegrar rigningar. Þjóðgarður þessi er hve þekktastur fyrir rauðleita Uluru klettinum sem prýðir garðinn. BBC greinir frá.

Svo mikil var rigningin raunar að fossar mynduðust á sjálfum Uluru klettinum. Þarlendir veðurfræðingar hafa sagt að slík veðurbrigði gerist einungis tvisvar sinnum á hverri öld á þessu svæði. Tugir íbúa á svæðinu þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín vegna flóða.

Samgöngur til og frá svæðinu hafa því skorðast verulega og er ekki  víst hvenær verður hægt að opna garðinn aftur. Eins og hefur komið fram, eru svo miklar rigningar á þessu svæði mjög óvenjulegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×