Erlent

Duterte gæti verið ákærður vegna morðjátningar sinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/EPA
Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, gæti átt ákæru yfir höfði sér. Hann sagði á dögunum opinberlega að hann hefði myrt tvo grunaða glæpamenn þegar hann gegndi embætti borgarstjóra í Davao. Tilgangurinn var að sýna lögreglumönnum fordæmi.

Öldungaþingmaður í Filippseyjum segir að um brot á trausti almennings sé að ræða og einnig séu um alvarlegan glæp að ræða. Það gæti verið tilefni til að kæra Duterte fyrir embættisbrot og reka hann frá völdum.

Sjá einnig: Duterte segist sjálfur hafa drepið fólk.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur lögreglan skotið rúmlega tvö þúsund manns til bana í aðgerðum sem tengjast stríðinu svokallaða gegn fíkniefnum. Lang flestir þeirra eru sagðir hafa veitt mótspyrnu við handtöku.

Þar að auki eru þrjú þúsund morð til rannsóknar þar sem grunur leikur á að sjálfskipaðar löggæslusveitir hafi myrt meinta fíkniefnasala og neytendur.

Formaður dómsmálanefndar þingsins í Filippseyjum segir Duterte hafa gefið færi á sér til ákæru með játningu sinni.

Bandamenn Duterte í þinginu hafa þó skorað á þingmenn stjórnarandstöðunnar til að kæra forsetann fyrir embættisbrot. Þingmenn andstöðunnar eru færri en 50 af 239 manna þingi og tvo þriðju atkvæða til að staðfesta slíka kæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×