Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2016 06:00 Taílenskir munkar búa sig undir bænahald við málverk af Vajiralongkorn, sem tekur væntanlega formlega við af föður sínum í dag eða á morgun. Fréttablaðið/EPA Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki. Kóngafólk Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki.
Kóngafólk Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira