Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Chris Christie og Rudy Giuliani hafa báðir staðið dyggilega með Trump og hafa fyrir vikið verið mátaðir við ráðherrastóla í væntanlegri ríkisstjórn. Nordicphotos/AFP Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira