Merkel viðurkennir að ekki verði samið um TTIP úr þessu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Barack Obama halda í opinbera heimsókn til Perú. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Donald Trump Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent