Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 22:03 Fregnirnar eru afar góðar fyrir Clinton en aðeins tveir dagar eru til kosninga. Vísir/Getty James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30
Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06