Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 21:30 Weiner hefur verið flæktur í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. Kona hans er einn nánasti samstarfmaður Clinton. Vísir/Getty Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum segja að tölvupóstarnir sem urðu til þess að FBI rannsakar nú Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, og notkun hennar á tölvupóstum sem utanríkisráðherra, hafi komið frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin. New York Times greinir frá.Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til 15 ára gamallar stúlku. Kona hans Abedin, einn nánasti ráðgjafi Clinton, er lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og hefur starfað með henni um árabil. Í rannsókn sinni á Weiner gerði FBI ýmis tæki þeirra hjóna upptæk og samkvæmt heimildum New York Times fundust hinir nýju tölvupóstar eftir að að það var gert. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. FBI rannsakar nú hina nýju tölvupósta og hvort að í þeim hafi leynst upplýsingar sem flokka megi sem ríkisleyndarmál. Aðeins ellefu dagar eru til kosninga og þykir víst að rannsókn FBI muni hrista upp í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Huma Abedin, einn nánasti samstarfsmaður Hillary Clinton, er loks búinn að sparka eiginmannin sínum, hinum umdeilda Anthony Weiner. 29. ágúst 2016 20:53