Hitað upp fyrir Trump TV? Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 11:32 Donald Trump. Vísir/Getty Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45
Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28