Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. október 2016 23:45 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í öðrum sjónvarpskappræðum af þrem í síðustu viku. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14