Erlent

Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump og Pence.
Trump og Pence. Vísir/Getty
Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag sem afsanni þær ásakanir sem minnst ellefu konur hafa sett fram um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun af hálfu Donald Trump, forsetaefnis flokksins.

Trump hefur alfarið hafnað þessum ásökunum og sagt konurnar vera að ljúga. Hefur Trump og kosningabarátta hans orðið fyrir talsverðum skakkaföllum að undanförnu eftir að ýmsir aðilar hafa stigið fram með upplýsingar um fortíð Trump. Hefur Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, hefur að undanförnu tekið afgerandi forystu í kosningabaráttunni.

„Áður en dagurinn er liðinn munum koma fram sönnunargögn sem draga þessar ásakanir í efa,“ sagði Mike Pence sem sjálfur hefur gagnrýnt Trump eftir að sá síðarnefndi stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum.

Pence segir að upplýsingarnar muni sýna fram á að ásakanirnar séu með öllu byggðar á sandi.

Fjölmargir Repúblikanar hafa hætt stuðningi sínum við Trump, þar á meðal þungavigtarmenn á borð við Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hann er æðsti kjörni fulltrúi Repúblikana.

Á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir forsetakosningarnar sem fara fram 8. nóvember. Nýjustu kannanir benda til þess að Clinton leiði í níu af ellefu af þeim ríkjum þar sem talið er að verði mjótt á munum og geti ráðið úrslitum í kosningunum.


Tengdar fréttir

Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump

Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×