Erlent

Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg

Samúel Karl Ólason skrifar
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna.
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. Hún biðlaði til kjósenda að hafna forsetaframboði Trump og sífellt dónalegri ummælum hans með því að styðja Hillary Clinton í staðinn.

„Þetta er ekki eðlilegt. Þetta eru ekki stjórnmál eins og þau ganga fyrir sig,“ sagði Obama. „Þetta er svívirðilegt, þetta er óásættanlegt og það skiptir ekki máli í hvaða stjórnmálaflokk þú ert skráð, engin kona á svona framkomu skilið. Engin okkar á skilið að verða fyrir svona misnotkun.“

Donald Trump flutti einnig ræðu á sama tíma. Hann var í Ohio en hún í New Hampshire. Ljóst er að þau slóu ekki á svipaða strengi í ræðum sínum.

BBC fer yfir mismunandi tón í ræðum Obama og Trump.
Á tímum virtist Michelle Obama gráti næst þegar hún talaði fyrir framan háskólanemendur. Hún sagði tilfinninguna líkjast þeirri tilfinningu við að ganga niður götu og einhver maður gargar eitthvað „óviðeigandi um líkama kvenna, eins og þegar samstarfsmaður stendur of nærri, horfir aðeins of lengi svo manni líður illa í eigin skinni“.

„Ég skal segja ykkur það að mennirnir í mínu lífi tala ekki um konur á þennan hátt. Að flokka þetta sem hversdagslegt „búningsklefa-spjall“ er móðgun gagnvart almennilegum mönnum.“

Ummæli Michelle Obama um Trump í heild sinni Samantekt AFP Ræðan í heild sinni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×